Besti golfari heims lítill í sér fyrir titilvörnina á PGA-meistaramótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 13:00 Jason Day. Vísir/Getty Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki. Jason Day er efsti maðurinn á heimslistanum og hann vann sinn fyrsta risatitil á PGA-meistaramótinu í fyrra. Day náði aðeins einum æfingahring á mótinu en hann eyddi allri aðfaranótt miðvikudagsins á sjúkrahúsi eftir að eiginkona hans fékk mikil ofnæmisviðbrögð. Jason Day gæti misst efsta sætið á heimslistanum en hann endar neðar en 28. sæti og að Dustin Johnson sé á sama tíma meðal tveggja efstu. Jason Day er búinn að sitja í efsta sæti listans síðan í mars. „Ég er hálfslappur. Ég verð að reyna að stýra þolinmæðinni því ég hef litla sem enga þolinmæði núna. Af einhverjum ástæðum missi ég alltaf þolinmæðina þegar ég er veikur. Ég hef þá hreinlega enga þolinmæði," sagði Jason Day við blaðamenn á Baltusrol í gær. BBC segir frá. Jason Day hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á tímabilinu. Hann varð í 10. sæti á Mastersmótinu, í 9. sæti á opna bandaríska mótinu og í 22. sæti á opna breska. „Það er bara virkilega erfitt að vinna golfmót. Það er eins og allir halda að ef þú ert í forystu eða sigurstranglegur þá sértu í lægð ef þú vinnur ekki mótið. Það er bara ekki svoleiðis," sagði Day. PGA-meistaramótið verður sýnt á Golfstöðinni og útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 17.00 í kvöld. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Síðasta risamót ársins í golfinu, PGA-meistaramótið, hefst í dag en að þessu sinni verður það haldið hjá Baltusrol-klúbbnum í Springfield í New Jersey fylki. Jason Day er efsti maðurinn á heimslistanum og hann vann sinn fyrsta risatitil á PGA-meistaramótinu í fyrra. Day náði aðeins einum æfingahring á mótinu en hann eyddi allri aðfaranótt miðvikudagsins á sjúkrahúsi eftir að eiginkona hans fékk mikil ofnæmisviðbrögð. Jason Day gæti misst efsta sætið á heimslistanum en hann endar neðar en 28. sæti og að Dustin Johnson sé á sama tíma meðal tveggja efstu. Jason Day er búinn að sitja í efsta sæti listans síðan í mars. „Ég er hálfslappur. Ég verð að reyna að stýra þolinmæðinni því ég hef litla sem enga þolinmæði núna. Af einhverjum ástæðum missi ég alltaf þolinmæðina þegar ég er veikur. Ég hef þá hreinlega enga þolinmæði," sagði Jason Day við blaðamenn á Baltusrol í gær. BBC segir frá. Jason Day hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á tímabilinu. Hann varð í 10. sæti á Mastersmótinu, í 9. sæti á opna bandaríska mótinu og í 22. sæti á opna breska. „Það er bara virkilega erfitt að vinna golfmót. Það er eins og allir halda að ef þú ert í forystu eða sigurstranglegur þá sértu í lægð ef þú vinnur ekki mótið. Það er bara ekki svoleiðis," sagði Day. PGA-meistaramótið verður sýnt á Golfstöðinni og útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 17.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira