Viðskipti erlent

Tap hjá Boeing í fyrsta sinn í sjö ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Boeing 737 max tekst á loft í fyrsta sinn.
Boeing 737 max tekst á loft í fyrsta sinn. Mynd/Boeing.
Flugvélaframleiðandinn Boeing tapaði 234 milljónum dollara, jafnvirði 28,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi. Um er að ræða fyrsta tap hjá fyrirtækinu í tæplega sjö ár. Reuters greinir frá því að sektir hafi spilað þar inn.

Hagnaður Boeing, sem er stærsti flugvélaframleiðandi heims, nam 34 bandarískum sentum á hlut á fjórðungnum, samanborið við 1,59 dollara árið áður. 

Tekjur jukust hins vegar um eitt prósent milli ára og námu 24,8 milljörðum dollara, jafnvirði íslenskra króna. Forsvarsmenn Boeing sjá fram á 6,4 til 6,6 dollara hagnað á hlut á árinu 2016, samanborið við 8,45 til 8,65 dollara á hlut á síðasta ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×