Uppátækið hefur vakið mikla athygli og Facebook-notendur hafa keppst við að líka við færsluna og deila henni. Þegar þetta er skrifað hafa um 7.000 manns smellt á „like“ og rúmlega 1.100 manns deilt færslunni.
„Jú, þetta er vissulega nokkuð bjartsýnt markmið," segir Sigurður Pálsson, markaðsstjóri Olís og ÓB. „Ég held að metið í svona markaðsfærslum sé einhversstaðar í kringum 19 þúsund like en þá var um að ræða bifreiðaverkstæði sem var að gefa Yaris. Okkur langaði að slá það. Fólk tekur gríðarlega vel í þetta, enda margir sem munu kunna vel að meta ríflegan eldsneytisafslátt þegar stærsta ferðahelgi ársins er framundan.“
Þess ber að geta að ÓB lofar að lágmarki 13 króna afslætti á morgun ef þetta markmið næst ekki. „Við ætlum að sjálfsögðu að ná þessu, með aðstoð Facebook-samfélagsins“, segir Sigurðu.
Færsluna er hægt að finna á Facebook-síðu ÓB, fyrir þá sem vilja hafa áhrif á afsláttinn á morgun.