85 laxa holl í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2016 10:00 Mynd: www.hreggnasi.is Það fer vonandi að sjá fyrir endann á tökuleysinu á vesturlandi og nýjar fréttir úr dölunum vonandi styrkja þá von. Laxá í Dölum var í 301 laxi þegar vikutölur síðustu viku voru gerðar up en sú tala er búin að hækka hratt síðustu daga. Holl sem lauk veiðum í dag var með 85 laxa á þremur dögum á aðeins fjórar stangir sem er besta hollið í ánni í sumar. Heildarveiðin í Laxá var 1.578 laxar í fyrra og þar sem áin er þekkt fyrir oft svakalegann lokasprett verður að segjast eins og er að útlitið er bjart í dölunum. Það er gott magn af laxi í ánni og svipaða sögu má segja um fleiri ár á vesturlandi sem þó hafa orðið fyrir barðinu á tökuleysinu síðustu tíu daga eða svo. Upp úr þessu tökuleysi standa þó Laxá í Dölum og Haukadalsá en af hverju það er er erfitt að segja. Sumir hafa haldið því fram að það sé vegna þess að þær séu að fá göngur í ánna núna sem séu vanalega að detta inn í byrjun ágúst en það er auðvitað ekki hægt að sanna neitt í þeim efnum. Við fögnum þessu og vonum að takan fari að hressast í hinum ánum í þessum landshluta. Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði
Það fer vonandi að sjá fyrir endann á tökuleysinu á vesturlandi og nýjar fréttir úr dölunum vonandi styrkja þá von. Laxá í Dölum var í 301 laxi þegar vikutölur síðustu viku voru gerðar up en sú tala er búin að hækka hratt síðustu daga. Holl sem lauk veiðum í dag var með 85 laxa á þremur dögum á aðeins fjórar stangir sem er besta hollið í ánni í sumar. Heildarveiðin í Laxá var 1.578 laxar í fyrra og þar sem áin er þekkt fyrir oft svakalegann lokasprett verður að segjast eins og er að útlitið er bjart í dölunum. Það er gott magn af laxi í ánni og svipaða sögu má segja um fleiri ár á vesturlandi sem þó hafa orðið fyrir barðinu á tökuleysinu síðustu tíu daga eða svo. Upp úr þessu tökuleysi standa þó Laxá í Dölum og Haukadalsá en af hverju það er er erfitt að segja. Sumir hafa haldið því fram að það sé vegna þess að þær séu að fá göngur í ánna núna sem séu vanalega að detta inn í byrjun ágúst en það er auðvitað ekki hægt að sanna neitt í þeim efnum. Við fögnum þessu og vonum að takan fari að hressast í hinum ánum í þessum landshluta.
Mest lesið Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði