Frumsýning: Edda Björgvins fer á kostum í nýju myndbandi JJ Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júlí 2016 13:00 Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson henti óvænt út nýju lagi í dag og leiknu myndbandi sem skartar engri annarri en Eddu Björgvins í aðalhlutverki. Lagið heitir Your Day og er í hressara lagi. Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni en það má sjá hér fyrir ofan. Þetta er fyrsta leikna tónlistarmyndband Jóns í lengri tíma. „Það er langt síðan ég gaf út lag og gaman að láta verða af því,“ segir Jón Jónsson. „Ég samdi það að megninu til þegar ég var í fríi í Flórída á síðasta ári. Það kannski útskýrir afhverju það er svona hresst. Svo fékk ég einn peppaðasta mann landsins, Berg Ebba, til þess að semja textann. Hann var alltaf ákveðinn í því að þetta yrði að vera brjálað pepp-lag. Hann sagði fyrst að lagið ætti að fjalla um mann sem gerir allt á einum degi – og hjálpar gamalli konu yfir götu. Ég emjaði af hlátri á meðan hann talaði um þetta. En útkoman var sú að lagið fjallar um það að dagurinn í dag er dagurinn sem þú dregur frá gluggtjöldin, stígur upp úr sófanum og gerir allt sem þig hefur langað til þess að gera.“Edda Björgvins í hlutverki sínu sem Gríma.Vísir/Freyr ÁrnasonFlótti Grímu frá elliheimilinuMyndbandið er í takt við boðskap lagsins en þar leikur Edda Björgvins konu á elliheimili sem ákveður að láta til skara skríða og leita á vit ævintýranna. „Hún er nú kannski ekkert endilega að nýta heiðarlegustu aðgerðirnar til þess að koma draumum sínum í verk en engu að síður á hún stórkostlegan dag. Það er eitthvað sem allir geta gert.“ Jón sést lítið sem ekkert í myndbandinu en andliti hans bregður einu sinni fyrir þegar sú gamla setur kassettu í tækið og stígur dans. Hann var þó viðstaddur tökur með Eddu og Frey leikstjóra og hafði gaman að. „Hún leysti þetta fáránlega vel og var í karakter allan tímann. Hún nefndi persónuna Gríma og mér þykir alveg jafn vænt um Grímu og Eddu. Ég vil sjá 90 mínútna bíómynd af frekari ævintýrum Grímu.“ Jón kemur fram ásamt 6 manna hljómsveit sinni á Café Rósenberg í kvöld. Til þess að auglýsa þá tónleika skellti Jón stuttu kynningarmyndbandi á Facebook til þess að kynna það. Það má sjá hér fyrir neðan. Tónlist Tengdar fréttir Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson henti óvænt út nýju lagi í dag og leiknu myndbandi sem skartar engri annarri en Eddu Björgvins í aðalhlutverki. Lagið heitir Your Day og er í hressara lagi. Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni en það má sjá hér fyrir ofan. Þetta er fyrsta leikna tónlistarmyndband Jóns í lengri tíma. „Það er langt síðan ég gaf út lag og gaman að láta verða af því,“ segir Jón Jónsson. „Ég samdi það að megninu til þegar ég var í fríi í Flórída á síðasta ári. Það kannski útskýrir afhverju það er svona hresst. Svo fékk ég einn peppaðasta mann landsins, Berg Ebba, til þess að semja textann. Hann var alltaf ákveðinn í því að þetta yrði að vera brjálað pepp-lag. Hann sagði fyrst að lagið ætti að fjalla um mann sem gerir allt á einum degi – og hjálpar gamalli konu yfir götu. Ég emjaði af hlátri á meðan hann talaði um þetta. En útkoman var sú að lagið fjallar um það að dagurinn í dag er dagurinn sem þú dregur frá gluggtjöldin, stígur upp úr sófanum og gerir allt sem þig hefur langað til þess að gera.“Edda Björgvins í hlutverki sínu sem Gríma.Vísir/Freyr ÁrnasonFlótti Grímu frá elliheimilinuMyndbandið er í takt við boðskap lagsins en þar leikur Edda Björgvins konu á elliheimili sem ákveður að láta til skara skríða og leita á vit ævintýranna. „Hún er nú kannski ekkert endilega að nýta heiðarlegustu aðgerðirnar til þess að koma draumum sínum í verk en engu að síður á hún stórkostlegan dag. Það er eitthvað sem allir geta gert.“ Jón sést lítið sem ekkert í myndbandinu en andliti hans bregður einu sinni fyrir þegar sú gamla setur kassettu í tækið og stígur dans. Hann var þó viðstaddur tökur með Eddu og Frey leikstjóra og hafði gaman að. „Hún leysti þetta fáránlega vel og var í karakter allan tímann. Hún nefndi persónuna Gríma og mér þykir alveg jafn vænt um Grímu og Eddu. Ég vil sjá 90 mínútna bíómynd af frekari ævintýrum Grímu.“ Jón kemur fram ásamt 6 manna hljómsveit sinni á Café Rósenberg í kvöld. Til þess að auglýsa þá tónleika skellti Jón stuttu kynningarmyndbandi á Facebook til þess að kynna það. Það má sjá hér fyrir neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“