Ég þurfti að kanna mína eigin skugga og upplifa myrkrið sem í mér býr til þess að skapa þetta verk Magnús Guðmundsson skrifar 20. júlí 2016 11:00 Samantha Shay er höfundur Of Light sem verður frumsýnt á föstudagskvöldið. Visir/Hanna Það er ekki oft sem boðið er til leikhúsupplifunar sem fer að miklu leyti fram í myrkri en það er þó tilfellið í sviðsverkinu Of Light sem verður frumsýnt næstkomandi föstudag í Tjarnarbíói. Höfundur verksins er bandaríska listakonan Samantha Shay en hún segir hugmyndina að verkinu hafa kviknað eftir að hafa orðið fyrir áhrifum ljóss og myrkurs á Íslandi og í Bandaríkjunum.Sögunum er ekki sama „Ég fékk hugmyndina að verkinu í vetrarmyrkrinu í Massachusettes eftir að hafa upplifað sumarbirtuna á Íslandi einum tveimur árum áður. Þetta varð til þess að ég fékk áhuga á því að skoða hvernig ljós og myrkur hefur áhrif á okkur; tilfinningalega, sálrænt, andlega, líkamlega og svo framvegis. Ég var talsverðan tíma að þróa þetta verk áður en það endaði sem leikhúsverk sem er að mestu flutt í myrkri. En tónlistin skapar hins vegar birtuna í verkinu og innan verksins er áhorfendum boðið að kanna samband sitt við ljós og myrkur. Það eru engu að síður ákveðnir sjónrænir þættir í verkinu en þeir eru óneitanlega afar minímalískir. Á tímabili kallaði ég þetta óperu vegna þess að tónlistin er það sem fléttar þetta saman í eina heild. En svo kallaði ég þetta líka leikhús en verkið er í raun of frjálslegt í forminu til þess að falla í þann flokk. Málið er að ég tek oft marga ólíka miðla og blanda þeim saman. Það er ekki endilega eitthvað sem ég ætla mér að gera heldur meira svona eitthvað sem hvert og eitt verk kallar á. Sögum er nefnilega ekki sama hvernig þær eru sagðar. En það má eflaust segja að þetta sé tilraunakennt, ópera eða leikhús – aðalatriðið er upplifunin og að hún skili sér til áhorfandans.“Samantha Shay í Tjarnarbíó þar sem frumsýning á Of Light verður á föstudaginn,Visir/HannaNæmir á öfga náttúrunnar Innan verksins er að finna framlag margra ólíkra listamanna. Þar má nefna ljóðið A Library of Light við Arnarstapa eftir Danielle Vogel, tónlistarkonan KÁRYYN semur raftónlist og kórverk fyrir verkið, Paul Evans sér um hljóðhönnun og útsetningu og Nini Julia Band fléttar hefðbundna tónlist, frá Kúrdistan, Georgíu og Sardiníu, við verkið. Sýningin er framleidd af Source Material sem Samantha Shay stofnaði árið 2014. Þessi alþjóðlegi listamannahópur hefur vakið mikla athygli og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Á þessu ári frumsýna þau Of Light og annað verk sem ber heitið A Thousand Tongues, sem verður framleitt í samstarfi við hina virtu leikhússtofnun The Grotowski Institute. „Við vinnum um allan heim og ég byrjaði með Source Material sem leið til þess að hafa meiri stjórn á því hvernig er unnið og hvernig vinnan er lögð fram. Listamennirnir koma víða að og það skapar líka ákveðna breidd sem gaman er að vinna með. Ef við horfum t.d. til þessa verks sem fjallar um ljósið þá finn ég vel að þeir sem koma frá norðurslóðum eins og Íslendingar eru næmari á öfga náttúrunnar og hvernig ljósið hefur áhrif á tilfinningalíf okkar og líðan. En það getur verið erfitt að koma þessum tilfinningum í orð og því er margt af því sem við erum að tjá án orða, enda er þetta ákaflega persónulegt hjá hverjum og einum. Ég held að það sé líka ástæðan fyrir því að verkið er eins og það er. Að það skuli fara fram í myrkrinu og svo kemur hljóðheimurinn til áhorfendanna, einstaklinganna.Barómeter sannleikans Sýningin á föstudaginn er heimsfrumsýning á Of Light og Samantha á von á því að þau eigi eftir að ferðast talsvert með verkið. En hún hefur líka á orði að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að vera að frumsýna eftir svo langt og mikið ferli. „Ég er óneitanlega dálítið hrædd við að láta þetta frá mér en á sama tíma er það líka afar fullnægjandi. Málið er að til þess að skapa þetta verk þá þurfti ég að kanna minn eigin skugga og upplifa myrkrið sem í mér býr til þess að geta fært það fram fyrir aðra. Og nú þegar ég er að fara að sleppa þá finn ég að það kemur allt upp aftur. Finn alla þessa orku í kringum mig og það er í senn erfitt og spennandi. En mér hefur alltaf fundist listin vera barómeter sannleikans. Viðkvæm og auðmjúk og það eru tilfinningarnar sem fylla mig á þessari leið fram að frumsýningu og svo sjáum við hvað setur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það er ekki oft sem boðið er til leikhúsupplifunar sem fer að miklu leyti fram í myrkri en það er þó tilfellið í sviðsverkinu Of Light sem verður frumsýnt næstkomandi föstudag í Tjarnarbíói. Höfundur verksins er bandaríska listakonan Samantha Shay en hún segir hugmyndina að verkinu hafa kviknað eftir að hafa orðið fyrir áhrifum ljóss og myrkurs á Íslandi og í Bandaríkjunum.Sögunum er ekki sama „Ég fékk hugmyndina að verkinu í vetrarmyrkrinu í Massachusettes eftir að hafa upplifað sumarbirtuna á Íslandi einum tveimur árum áður. Þetta varð til þess að ég fékk áhuga á því að skoða hvernig ljós og myrkur hefur áhrif á okkur; tilfinningalega, sálrænt, andlega, líkamlega og svo framvegis. Ég var talsverðan tíma að þróa þetta verk áður en það endaði sem leikhúsverk sem er að mestu flutt í myrkri. En tónlistin skapar hins vegar birtuna í verkinu og innan verksins er áhorfendum boðið að kanna samband sitt við ljós og myrkur. Það eru engu að síður ákveðnir sjónrænir þættir í verkinu en þeir eru óneitanlega afar minímalískir. Á tímabili kallaði ég þetta óperu vegna þess að tónlistin er það sem fléttar þetta saman í eina heild. En svo kallaði ég þetta líka leikhús en verkið er í raun of frjálslegt í forminu til þess að falla í þann flokk. Málið er að ég tek oft marga ólíka miðla og blanda þeim saman. Það er ekki endilega eitthvað sem ég ætla mér að gera heldur meira svona eitthvað sem hvert og eitt verk kallar á. Sögum er nefnilega ekki sama hvernig þær eru sagðar. En það má eflaust segja að þetta sé tilraunakennt, ópera eða leikhús – aðalatriðið er upplifunin og að hún skili sér til áhorfandans.“Samantha Shay í Tjarnarbíó þar sem frumsýning á Of Light verður á föstudaginn,Visir/HannaNæmir á öfga náttúrunnar Innan verksins er að finna framlag margra ólíkra listamanna. Þar má nefna ljóðið A Library of Light við Arnarstapa eftir Danielle Vogel, tónlistarkonan KÁRYYN semur raftónlist og kórverk fyrir verkið, Paul Evans sér um hljóðhönnun og útsetningu og Nini Julia Band fléttar hefðbundna tónlist, frá Kúrdistan, Georgíu og Sardiníu, við verkið. Sýningin er framleidd af Source Material sem Samantha Shay stofnaði árið 2014. Þessi alþjóðlegi listamannahópur hefur vakið mikla athygli og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Á þessu ári frumsýna þau Of Light og annað verk sem ber heitið A Thousand Tongues, sem verður framleitt í samstarfi við hina virtu leikhússtofnun The Grotowski Institute. „Við vinnum um allan heim og ég byrjaði með Source Material sem leið til þess að hafa meiri stjórn á því hvernig er unnið og hvernig vinnan er lögð fram. Listamennirnir koma víða að og það skapar líka ákveðna breidd sem gaman er að vinna með. Ef við horfum t.d. til þessa verks sem fjallar um ljósið þá finn ég vel að þeir sem koma frá norðurslóðum eins og Íslendingar eru næmari á öfga náttúrunnar og hvernig ljósið hefur áhrif á tilfinningalíf okkar og líðan. En það getur verið erfitt að koma þessum tilfinningum í orð og því er margt af því sem við erum að tjá án orða, enda er þetta ákaflega persónulegt hjá hverjum og einum. Ég held að það sé líka ástæðan fyrir því að verkið er eins og það er. Að það skuli fara fram í myrkrinu og svo kemur hljóðheimurinn til áhorfendanna, einstaklinganna.Barómeter sannleikans Sýningin á föstudaginn er heimsfrumsýning á Of Light og Samantha á von á því að þau eigi eftir að ferðast talsvert með verkið. En hún hefur líka á orði að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að vera að frumsýna eftir svo langt og mikið ferli. „Ég er óneitanlega dálítið hrædd við að láta þetta frá mér en á sama tíma er það líka afar fullnægjandi. Málið er að til þess að skapa þetta verk þá þurfti ég að kanna minn eigin skugga og upplifa myrkrið sem í mér býr til þess að geta fært það fram fyrir aðra. Og nú þegar ég er að fara að sleppa þá finn ég að það kemur allt upp aftur. Finn alla þessa orku í kringum mig og það er í senn erfitt og spennandi. En mér hefur alltaf fundist listin vera barómeter sannleikans. Viðkvæm og auðmjúk og það eru tilfinningarnar sem fylla mig á þessari leið fram að frumsýningu og svo sjáum við hvað setur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira