Þessi verk áttu öll að verða gul en svo hlýddu þau mér ekkert Magnús Guðmundsson skrifar 30. júlí 2016 11:00 Helga Sigríður Valdemarsdóttir fyrir framan hluta þeirra verka sem hún sýnir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Mynd/Rut Hermannsdóttir Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí. Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí.
Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira