Þrjár milljónir Subaru í Indiana Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 16:00 Bíll nr. 3.000.000 í Indiana var Subaru Outback. Subaru í Bandaríkjunum fagnaði þeim áfanga í lok júlí að þrjár milljónir Subaru bíla hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Indiana sem tók til starfa í september árið 1989. Þriðja milljónasta eintakið sem kom af færibandinu þann 28. júlí var af gerðinni Subaru Outback. Eftirspurn eftir Subaru hefur aukist á liðnum árum í Bandaríkjunum sem mætt hefur verið með aukinni framleiðslu í verksmiðjunni í Indiana. Þar var sett framleiðslumet á síðasta ári þegar 18,5% fleiri bílar komu af færiböndunum en árið á undan, eða alls 228.804 bílar. Subaru hefur ákveðið að auka framleiðslugetuna í 394 þúsund bíla á ári og verður lokið við nauðsynlegar breytingar á framleiðslulínunni í lok ársins. Frekari breytingar eru þó fyrirhugaðar því stefnt er að því að auka framleiðslugetuna enn frekar á næstu misserum og frá og með fyrri hluta árs 2019 er stefnt að því að verksmiðjan geti afkastað framleiðslu á 436 þúsund bílum á ári. Síðar á þessu ári hefst framleiðsla á nýjum Impreza í Indiana og árið 2018 hefst þar einnig framleiðsla á nýjum jepplingi með þremur sætisröðum sem tekur við af núverandi Tribeca jeppa. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Subaru í Bandaríkjunum fagnaði þeim áfanga í lok júlí að þrjár milljónir Subaru bíla hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Indiana sem tók til starfa í september árið 1989. Þriðja milljónasta eintakið sem kom af færibandinu þann 28. júlí var af gerðinni Subaru Outback. Eftirspurn eftir Subaru hefur aukist á liðnum árum í Bandaríkjunum sem mætt hefur verið með aukinni framleiðslu í verksmiðjunni í Indiana. Þar var sett framleiðslumet á síðasta ári þegar 18,5% fleiri bílar komu af færiböndunum en árið á undan, eða alls 228.804 bílar. Subaru hefur ákveðið að auka framleiðslugetuna í 394 þúsund bíla á ári og verður lokið við nauðsynlegar breytingar á framleiðslulínunni í lok ársins. Frekari breytingar eru þó fyrirhugaðar því stefnt er að því að auka framleiðslugetuna enn frekar á næstu misserum og frá og með fyrri hluta árs 2019 er stefnt að því að verksmiðjan geti afkastað framleiðslu á 436 þúsund bílum á ári. Síðar á þessu ári hefst framleiðsla á nýjum Impreza í Indiana og árið 2018 hefst þar einnig framleiðsla á nýjum jepplingi með þremur sætisröðum sem tekur við af núverandi Tribeca jeppa.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent