Hagnaður Toyota minnkar um 15% Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 15:45 Toyota Prius. Hátt gengi japanska yensins er helsta ástæða minnkandi hagnaðar Toyota á öðrum ársfjórðungi ársins. Hækkun yensins nam 11% á þessum ársfjórðungi frá þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam samt 772 milljörðum króna og verður það að teljast ágætis afrakstur. Það hjálpaði Toyota ekki heldur að miklar framleiðsluraskanir plöguðu fyrirtækið á þessum ársfjórðungi og tapaði Toyota framleiðslu um 80.000 bíla vegna þessara raskana sem orsökuðust af jarðskjálftum og sprengingu í einni stálverksmiðju Toyota. Viðbrögð Toyota við minnkandi hagnaði er fólginn í því að hagræða í rekstri fyrirtækisins. Nýr Toyota Prius Hybrid var kynntur snemma á árinu í Japan og hefur hann verið söluhæsti bíll Toyota alla mánuði ársins þar í landi. Kynningu Prius bílsins hefur verið frestað í Bandaríkjunum og er ástæðan líklega sú að Bandaríkjamenn eru ekki ýkja ginkeyptir fyrir umhverfisvænum bílum á meðan verð á eldsneyti er eins lágt og það er nú vestanhafs. Í Bandaríkjunum hefur sala Prius fallið á milli ára um 11% með júlí meðtöldum. Toyota ætlar ekki að kynna nýjan Prius fyrr en einhverntíma í vetur í Bandaríkjunum og vonast líklega til þess að bensínverð hækki í millitíðinni. Lækkað bensínverð hefur einnig haft áhrif á sölu bíla eins og Camry og Corolla vestanhafs, en ágætlega hefur gengið að selja RAV4 og Highlander. Heildarsalan í Bandaríkjunum hefur fallið um 2,5% á árinu, mikilvægasta markaði Toyota, en sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið um 1,3% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Toyota hefur lækkað hagnaðarspá sína um 44% og yrði það minnsti hagnaður Toyota í fjögur ár. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Hátt gengi japanska yensins er helsta ástæða minnkandi hagnaðar Toyota á öðrum ársfjórðungi ársins. Hækkun yensins nam 11% á þessum ársfjórðungi frá þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam samt 772 milljörðum króna og verður það að teljast ágætis afrakstur. Það hjálpaði Toyota ekki heldur að miklar framleiðsluraskanir plöguðu fyrirtækið á þessum ársfjórðungi og tapaði Toyota framleiðslu um 80.000 bíla vegna þessara raskana sem orsökuðust af jarðskjálftum og sprengingu í einni stálverksmiðju Toyota. Viðbrögð Toyota við minnkandi hagnaði er fólginn í því að hagræða í rekstri fyrirtækisins. Nýr Toyota Prius Hybrid var kynntur snemma á árinu í Japan og hefur hann verið söluhæsti bíll Toyota alla mánuði ársins þar í landi. Kynningu Prius bílsins hefur verið frestað í Bandaríkjunum og er ástæðan líklega sú að Bandaríkjamenn eru ekki ýkja ginkeyptir fyrir umhverfisvænum bílum á meðan verð á eldsneyti er eins lágt og það er nú vestanhafs. Í Bandaríkjunum hefur sala Prius fallið á milli ára um 11% með júlí meðtöldum. Toyota ætlar ekki að kynna nýjan Prius fyrr en einhverntíma í vetur í Bandaríkjunum og vonast líklega til þess að bensínverð hækki í millitíðinni. Lækkað bensínverð hefur einnig haft áhrif á sölu bíla eins og Camry og Corolla vestanhafs, en ágætlega hefur gengið að selja RAV4 og Highlander. Heildarsalan í Bandaríkjunum hefur fallið um 2,5% á árinu, mikilvægasta markaði Toyota, en sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið um 1,3% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Toyota hefur lækkað hagnaðarspá sína um 44% og yrði það minnsti hagnaður Toyota í fjögur ár.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent