Hagnaður Toyota minnkar um 15% Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 15:45 Toyota Prius. Hátt gengi japanska yensins er helsta ástæða minnkandi hagnaðar Toyota á öðrum ársfjórðungi ársins. Hækkun yensins nam 11% á þessum ársfjórðungi frá þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam samt 772 milljörðum króna og verður það að teljast ágætis afrakstur. Það hjálpaði Toyota ekki heldur að miklar framleiðsluraskanir plöguðu fyrirtækið á þessum ársfjórðungi og tapaði Toyota framleiðslu um 80.000 bíla vegna þessara raskana sem orsökuðust af jarðskjálftum og sprengingu í einni stálverksmiðju Toyota. Viðbrögð Toyota við minnkandi hagnaði er fólginn í því að hagræða í rekstri fyrirtækisins. Nýr Toyota Prius Hybrid var kynntur snemma á árinu í Japan og hefur hann verið söluhæsti bíll Toyota alla mánuði ársins þar í landi. Kynningu Prius bílsins hefur verið frestað í Bandaríkjunum og er ástæðan líklega sú að Bandaríkjamenn eru ekki ýkja ginkeyptir fyrir umhverfisvænum bílum á meðan verð á eldsneyti er eins lágt og það er nú vestanhafs. Í Bandaríkjunum hefur sala Prius fallið á milli ára um 11% með júlí meðtöldum. Toyota ætlar ekki að kynna nýjan Prius fyrr en einhverntíma í vetur í Bandaríkjunum og vonast líklega til þess að bensínverð hækki í millitíðinni. Lækkað bensínverð hefur einnig haft áhrif á sölu bíla eins og Camry og Corolla vestanhafs, en ágætlega hefur gengið að selja RAV4 og Highlander. Heildarsalan í Bandaríkjunum hefur fallið um 2,5% á árinu, mikilvægasta markaði Toyota, en sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið um 1,3% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Toyota hefur lækkað hagnaðarspá sína um 44% og yrði það minnsti hagnaður Toyota í fjögur ár. Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent
Hátt gengi japanska yensins er helsta ástæða minnkandi hagnaðar Toyota á öðrum ársfjórðungi ársins. Hækkun yensins nam 11% á þessum ársfjórðungi frá þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam samt 772 milljörðum króna og verður það að teljast ágætis afrakstur. Það hjálpaði Toyota ekki heldur að miklar framleiðsluraskanir plöguðu fyrirtækið á þessum ársfjórðungi og tapaði Toyota framleiðslu um 80.000 bíla vegna þessara raskana sem orsökuðust af jarðskjálftum og sprengingu í einni stálverksmiðju Toyota. Viðbrögð Toyota við minnkandi hagnaði er fólginn í því að hagræða í rekstri fyrirtækisins. Nýr Toyota Prius Hybrid var kynntur snemma á árinu í Japan og hefur hann verið söluhæsti bíll Toyota alla mánuði ársins þar í landi. Kynningu Prius bílsins hefur verið frestað í Bandaríkjunum og er ástæðan líklega sú að Bandaríkjamenn eru ekki ýkja ginkeyptir fyrir umhverfisvænum bílum á meðan verð á eldsneyti er eins lágt og það er nú vestanhafs. Í Bandaríkjunum hefur sala Prius fallið á milli ára um 11% með júlí meðtöldum. Toyota ætlar ekki að kynna nýjan Prius fyrr en einhverntíma í vetur í Bandaríkjunum og vonast líklega til þess að bensínverð hækki í millitíðinni. Lækkað bensínverð hefur einnig haft áhrif á sölu bíla eins og Camry og Corolla vestanhafs, en ágætlega hefur gengið að selja RAV4 og Highlander. Heildarsalan í Bandaríkjunum hefur fallið um 2,5% á árinu, mikilvægasta markaði Toyota, en sala bíla í Bandaríkjunum hefur vaxið um 1,3% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Toyota hefur lækkað hagnaðarspá sína um 44% og yrði það minnsti hagnaður Toyota í fjögur ár.
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent