Eftir tónleikana fer ég að líta upp úr naflanum og hlusta Magnús Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2016 09:45 Tómas R. Einarsson er klár með kontrabassann fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst annað kvöld. Visir/Ernir Það er mikill gróandi í íslensku djasslífi um þessar mundir og tæpast hefur upphafsmenn Jazzhátíðar í Reykjavík órað fyrir þessari þróun. En eins og síðustu ár hefst hátíðin með jazzgöngu niður Laugaveginn og að Hörpu og verður lagt af stað frá versluninni Lucky Records við Hlemm kl. 17 á morgun. Opnunartónleikarnir verða svo með tíu manna bandi Tómasar R. Einarssonar þá um kvöldið.RúRek Tómas man vel þann tíma þegar hátíðin var að stíga sín fyrstu skref og segir að það hafi verið mikið frumkvöðlastarf. „Það voru nú merkir menn sem störtuðu þessu á sínum tíma fyrir 27 árum. Ef ég man rétt var dugnaðarforkurinn Ólafur Þórðarson, Óli í Ríó eins og hann var kallaður stundum, sem þá vann hjá Ríkisútvarpinu fremstur í flokki. Þarna kom líka að Jazzvakning með Vernharð Linnet og fleiri góða félaga. En fyrstu árin hét hátíðin RúRek m.a. út af þessu starfi Óla Þórðar og í minningunni kemur hann mjög sterkt inn. En svo hafa mjög margir komið að þessu í gegnum árin og gert vel. Lengi vel var hátíðin vítt og breitt um bæinn en síðustu árin hefur þetta verið í Hörpu og það hefur gert sig alveg ljómandi vel. Þetta eru um þrjátíu tónleikar og viðburðir þarna í það heila þannig að það er margt í boði.“Tíu manna band Það er einvala lið tónlistarmanna sem verður með Tómasi á opnunartónleikunum annað kvöld og Tómas segir að þarna verði bæði gamlir og nýir spilafélagar. „Af þeim sem hafa verið áður með mér má nefna Sigríði Thorlacius söngkonu, Davíð Þór Jónsson á píanó, Ómar Guðjónsson á gítar, Samúel Jón Samúelsson á guiro og básúnu, Sigtrygg Baldursson á kóngatrommur og bróður hans Bógómil Font sem syngur í nokkrum lögum og Einar Val Scheving á margvíslegt slagverk. Svo koma þarna spilafélagar sem hafa ekki verið áður í mínum plötuverkefnum og þar eru þau Rósa Guðrún Sveinsdóttir sem bæði spilar á baritónsaxófón og syngur, Snorri Sigurðarson á trompet og Kristófer Rodriguez Svönuson á bongótrommur. Þetta er tíu manna flokkur og það syngja nánast allir á einhverjum stöðum og söngurinn er í forgrunni.Ekkert trommusett Þetta er nú soldið sprottið upp úr því að ég var mánuð á Kúbu í vetur og fór þá í fyrsta sinn til Santiago de Cuba sem er upprunastaður þessarar tónlistar. Þarna var ég í þrjár vikur og fór á tvenna til þrenna tónleika á hverjum einasta degi. Ég hafði ekkert annað að gera og byrjaði á að mæta á tónleika eftir hádegi og var að fram yfir miðnætti. Fór á um fimmtíu tónleika en sá aldrei trommusett. Þarna voru hins vegar kóngatrommur, bongótrommur, timbales, bjöllur, guiro og claves og þannig mætti áfram telja en ekki sett. Ég sá ekki trommusett fyrr en ég kom aftur til Havana og fór á aðaldjassklúbbinn. Þá ákvað ég það að í þessu verkefni yrði ekki trommusett heldur bara stök slagverkshljóðfæri þannig að það eru fjórir á slagverk í þessu bandi sem er dáldið grand og skemmtilegt. Eins var það þannig með öll þessi bönd í Santiago að söngurinn er mjög framarlega. Það er mikið spunnið og allar þær kúnstir. Ég velti mikið fyrir mér hvernig ég gæti upplifað eitthvað jafn skemmtilegt í íslensku samhengi, því við höfum aðrar hefðir, og valdi því kveðskapinn dáldið með tilliti til þess að það væru fleiri en einn söngvari sem kæmu inn í hvert og eitt lag.“Djassinn víðar Á Jazzhátíð koma fram bæði innlendir og erlendir djassistar og Tómas segir að það sé nú erfitt að gera upp á milli allra þeirra spennandi viðburða sem verða á hátíðinni. „Vandinn er að ég er búinn að vera svo upptekinn við að horfa á naflann á mér, leggja síðustu hönd á útsetningar og verð því að játa þá synd að ég er ekki alveg búinn að gera upp á milli viðburða. En eftir tónleikana mína þá fer ég að líta upp úr naflanum, horfa í kringum mig og hlusta eins og vitlaus maður. Það er mikið tilhlökkunarefni. Það er gróska í djassinum í dag og gaman að bera það saman við þegar ég gerðist atvinnumaður í þessu fyrir þrjátíu árum. Þá voru eiginlega teljandi á fingrum annarrar handar þeir sem voru í þessu meira eða minna en í dag er örugglega hægt að margfalda það með tíu. Það sem hefur gerst er að djassinn er miklu víðar í samfélaginu. Á bítlatímanum var þetta bara eins og einhverjar gamlar egypskar rúnir og bara fyrir einhverja furðufugla. En nú er djassinn orðinn almenningseign og það er frábært.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. ágúst. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það er mikill gróandi í íslensku djasslífi um þessar mundir og tæpast hefur upphafsmenn Jazzhátíðar í Reykjavík órað fyrir þessari þróun. En eins og síðustu ár hefst hátíðin með jazzgöngu niður Laugaveginn og að Hörpu og verður lagt af stað frá versluninni Lucky Records við Hlemm kl. 17 á morgun. Opnunartónleikarnir verða svo með tíu manna bandi Tómasar R. Einarssonar þá um kvöldið.RúRek Tómas man vel þann tíma þegar hátíðin var að stíga sín fyrstu skref og segir að það hafi verið mikið frumkvöðlastarf. „Það voru nú merkir menn sem störtuðu þessu á sínum tíma fyrir 27 árum. Ef ég man rétt var dugnaðarforkurinn Ólafur Þórðarson, Óli í Ríó eins og hann var kallaður stundum, sem þá vann hjá Ríkisútvarpinu fremstur í flokki. Þarna kom líka að Jazzvakning með Vernharð Linnet og fleiri góða félaga. En fyrstu árin hét hátíðin RúRek m.a. út af þessu starfi Óla Þórðar og í minningunni kemur hann mjög sterkt inn. En svo hafa mjög margir komið að þessu í gegnum árin og gert vel. Lengi vel var hátíðin vítt og breitt um bæinn en síðustu árin hefur þetta verið í Hörpu og það hefur gert sig alveg ljómandi vel. Þetta eru um þrjátíu tónleikar og viðburðir þarna í það heila þannig að það er margt í boði.“Tíu manna band Það er einvala lið tónlistarmanna sem verður með Tómasi á opnunartónleikunum annað kvöld og Tómas segir að þarna verði bæði gamlir og nýir spilafélagar. „Af þeim sem hafa verið áður með mér má nefna Sigríði Thorlacius söngkonu, Davíð Þór Jónsson á píanó, Ómar Guðjónsson á gítar, Samúel Jón Samúelsson á guiro og básúnu, Sigtrygg Baldursson á kóngatrommur og bróður hans Bógómil Font sem syngur í nokkrum lögum og Einar Val Scheving á margvíslegt slagverk. Svo koma þarna spilafélagar sem hafa ekki verið áður í mínum plötuverkefnum og þar eru þau Rósa Guðrún Sveinsdóttir sem bæði spilar á baritónsaxófón og syngur, Snorri Sigurðarson á trompet og Kristófer Rodriguez Svönuson á bongótrommur. Þetta er tíu manna flokkur og það syngja nánast allir á einhverjum stöðum og söngurinn er í forgrunni.Ekkert trommusett Þetta er nú soldið sprottið upp úr því að ég var mánuð á Kúbu í vetur og fór þá í fyrsta sinn til Santiago de Cuba sem er upprunastaður þessarar tónlistar. Þarna var ég í þrjár vikur og fór á tvenna til þrenna tónleika á hverjum einasta degi. Ég hafði ekkert annað að gera og byrjaði á að mæta á tónleika eftir hádegi og var að fram yfir miðnætti. Fór á um fimmtíu tónleika en sá aldrei trommusett. Þarna voru hins vegar kóngatrommur, bongótrommur, timbales, bjöllur, guiro og claves og þannig mætti áfram telja en ekki sett. Ég sá ekki trommusett fyrr en ég kom aftur til Havana og fór á aðaldjassklúbbinn. Þá ákvað ég það að í þessu verkefni yrði ekki trommusett heldur bara stök slagverkshljóðfæri þannig að það eru fjórir á slagverk í þessu bandi sem er dáldið grand og skemmtilegt. Eins var það þannig með öll þessi bönd í Santiago að söngurinn er mjög framarlega. Það er mikið spunnið og allar þær kúnstir. Ég velti mikið fyrir mér hvernig ég gæti upplifað eitthvað jafn skemmtilegt í íslensku samhengi, því við höfum aðrar hefðir, og valdi því kveðskapinn dáldið með tilliti til þess að það væru fleiri en einn söngvari sem kæmu inn í hvert og eitt lag.“Djassinn víðar Á Jazzhátíð koma fram bæði innlendir og erlendir djassistar og Tómas segir að það sé nú erfitt að gera upp á milli allra þeirra spennandi viðburða sem verða á hátíðinni. „Vandinn er að ég er búinn að vera svo upptekinn við að horfa á naflann á mér, leggja síðustu hönd á útsetningar og verð því að játa þá synd að ég er ekki alveg búinn að gera upp á milli viðburða. En eftir tónleikana mína þá fer ég að líta upp úr naflanum, horfa í kringum mig og hlusta eins og vitlaus maður. Það er mikið tilhlökkunarefni. Það er gróska í djassinum í dag og gaman að bera það saman við þegar ég gerðist atvinnumaður í þessu fyrir þrjátíu árum. Þá voru eiginlega teljandi á fingrum annarrar handar þeir sem voru í þessu meira eða minna en í dag er örugglega hægt að margfalda það með tíu. Það sem hefur gerst er að djassinn er miklu víðar í samfélaginu. Á bítlatímanum var þetta bara eins og einhverjar gamlar egypskar rúnir og bara fyrir einhverja furðufugla. En nú er djassinn orðinn almenningseign og það er frábært.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. ágúst.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp