Bílaútflutningur 10% meiri í Bretlandi þrátt fyrir Brexit Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 09:18 Fjölbreytt bílaflóra sem framleidd er í Bretlandi. Það kemur ef til vill á óvart að mikill vöxtur var í bílaútflutningi frá Bretlandi í júní þvert á spár manna vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vöxturinn nam 10,4% og voru 158.641 nýir bílar fluttir út og um helmingur þeirra til annarra Evrópulanda. Það sem skýrir þessa miklu sölu er mikil eftirspurn í Evrópu þessa dagana, það að Bretar njóta enn skattfríðinda sem meðlimur í Evrópusambandinu og miklar fjárfestingar bílaframleiðenda í Bretlandi á undanförnum árum. Eðlilegt má teljast að vel gangi áfram að selja bíla frá Bretlandi á meðan tollfríðindi Evrópusambandsins eru enn við líði, en þeir bílaframleiðendur sem eru með verksmiðjur í Bretlandi eru uggandi yfir því hvað bíður þeirra eftir að Bretland er formlega komið úr Evrópusambandinu. Bílasala í Bretlandi hefur á síðustu árum verið með miklum ágætum, en í fyrsta sinn í langan tíma minnkaði hún í júni frá sama mánuði árið áður og er óvissunni í kjölfar Brexit kennt um. Brexit Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Það kemur ef til vill á óvart að mikill vöxtur var í bílaútflutningi frá Bretlandi í júní þvert á spár manna vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vöxturinn nam 10,4% og voru 158.641 nýir bílar fluttir út og um helmingur þeirra til annarra Evrópulanda. Það sem skýrir þessa miklu sölu er mikil eftirspurn í Evrópu þessa dagana, það að Bretar njóta enn skattfríðinda sem meðlimur í Evrópusambandinu og miklar fjárfestingar bílaframleiðenda í Bretlandi á undanförnum árum. Eðlilegt má teljast að vel gangi áfram að selja bíla frá Bretlandi á meðan tollfríðindi Evrópusambandsins eru enn við líði, en þeir bílaframleiðendur sem eru með verksmiðjur í Bretlandi eru uggandi yfir því hvað bíður þeirra eftir að Bretland er formlega komið úr Evrópusambandinu. Bílasala í Bretlandi hefur á síðustu árum verið með miklum ágætum, en í fyrsta sinn í langan tíma minnkaði hún í júni frá sama mánuði árið áður og er óvissunni í kjölfar Brexit kennt um.
Brexit Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent