Össur: „Enginn munur á Pírötum og Samfylkingu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 15:49 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. „Það er enginn munur á Pírötum og Samfylkingu eða ég þekki hann ekki. Hver er sá munur? Ef þið eruð að tala um afstöðu Birgittu Jónsdóttur um að við skulum hafa örsutt kjörtímabil, níu mánuði, og kjósa þá um stjórnarskrána þá er það þannig að ég tel það óraunhæft. Ég tel að ef menn setja svona dagsetningar þá verða þær að skotspæni og stjórnarandstaðan nýja mun gera sér far um að brjóta hana niður,“ sagði Össur í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í dag. Össur benti á að innan raða Pírata væru menn ekki endilega mikið að fagna hugmyndum um níu mánaða kjörtímabil en hugmyndin er þá sú að samþykkja nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu og boða til þingkosninga í kjölfarið. Össur er þó alveg sammála því að það þurfi að breyta stjórnarskránni. „Við skulum segja að það tækist að klára það mál í þokkalegum friði þannig að menn fengju að segja sínar skoðanir. Þegar því er lokið þá hef ég ekkert á móti því að kjörtímabilið yrði stytt og gengið til kosninga.“ Viðtalið við Össur má heyra í heild sinni hér að neðan en í því var farið yfir víðan völl. Bar meðal annars formannsskiptin í Samfylkingunni á góma sem og frammistaða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Tengdar fréttir Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, 5. ágúst 2016 07:00 Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Píratar og Samfylkingin gætu vel unnið saman í ríkisstjórn. Sjálfur sér hann engan mun á Pírötum og Samfylkingunni. „Það er enginn munur á Pírötum og Samfylkingu eða ég þekki hann ekki. Hver er sá munur? Ef þið eruð að tala um afstöðu Birgittu Jónsdóttur um að við skulum hafa örsutt kjörtímabil, níu mánuði, og kjósa þá um stjórnarskrána þá er það þannig að ég tel það óraunhæft. Ég tel að ef menn setja svona dagsetningar þá verða þær að skotspæni og stjórnarandstaðan nýja mun gera sér far um að brjóta hana niður,“ sagði Össur í samtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í dag. Össur benti á að innan raða Pírata væru menn ekki endilega mikið að fagna hugmyndum um níu mánaða kjörtímabil en hugmyndin er þá sú að samþykkja nýja stjórnarskrá á kjörtímabilinu og boða til þingkosninga í kjölfarið. Össur er þó alveg sammála því að það þurfi að breyta stjórnarskránni. „Við skulum segja að það tækist að klára það mál í þokkalegum friði þannig að menn fengju að segja sínar skoðanir. Þegar því er lokið þá hef ég ekkert á móti því að kjörtímabilið yrði stytt og gengið til kosninga.“ Viðtalið við Össur má heyra í heild sinni hér að neðan en í því var farið yfir víðan völl. Bar meðal annars formannsskiptin í Samfylkingunni á góma sem og frammistaða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Tengdar fréttir Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, 5. ágúst 2016 07:00 Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti reynst Pírötum erfið Ef Píratar halda kröfunni til streitu um stutt þing gætu þeir setið uppi með illleysanlegt verkefni við stjórnarmyndun, 5. ágúst 2016 07:00
Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15