Líkur á að sölumetið á bílamarkaði frá 2005 verði slegið í ár Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2016 15:12 Salan gæti náð 21.000 bíla markinu í ár, en til þess þurfa að meðaltali að seljast 1.200 bílar í þeim mánuðum sem eftir eru af árinu. Ekki er ósennilegt að fjöldi seldra nýrra fólks- og sendibíla á þessu ári verði svipaður eða jafnvel meiri en gildandi sölumet sem slegið var árið 2005 þegar nýskráðir voru tæplega 21 þúsund þúsund fólks- og sendibílar, mesti fjöldi frá upphafi hér á landi. Fyrstu 7 mánuði þessa árs voru 14.832 bílar nýskráðir í heild á fólks- og sendibílamarkaðnum (sala til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga) og er BL söluhæst umboðanna með alls 3.937 bíla á tímabilinu. Ekki er fráleitt að á þeim 5 mánuðum sem eftir eru af árinu muni um 6.000 þúsund bílar verða nýskráðir hjá innflutningsaðilum, eða í kringum 1.200 bílar að meðaltali á mánuði. Það þýðir að miklar líkur eru á að fjöldinn í ár verði nærri sölumetinu frá 2005, ef ekki meiri. Almennt gerðu söluaðilar ráð fyrir að um 18.000 bílar yrðu nýskráðir á þessu ári. Með hliðsjón af þeirri markaðshlutdeild sem bíltegundir BL hafa um þessar mundir er hugsanlegt, en alls ekki víst, að bílamerki BL slái fimm þúsund bíla múrinn á árinu, sem ekki hefur gerst í sögu BL ehf. né heldur fyrirrennurum þess, B&L og Ingvari Helgasyni. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Ekki er ósennilegt að fjöldi seldra nýrra fólks- og sendibíla á þessu ári verði svipaður eða jafnvel meiri en gildandi sölumet sem slegið var árið 2005 þegar nýskráðir voru tæplega 21 þúsund þúsund fólks- og sendibílar, mesti fjöldi frá upphafi hér á landi. Fyrstu 7 mánuði þessa árs voru 14.832 bílar nýskráðir í heild á fólks- og sendibílamarkaðnum (sala til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga) og er BL söluhæst umboðanna með alls 3.937 bíla á tímabilinu. Ekki er fráleitt að á þeim 5 mánuðum sem eftir eru af árinu muni um 6.000 þúsund bílar verða nýskráðir hjá innflutningsaðilum, eða í kringum 1.200 bílar að meðaltali á mánuði. Það þýðir að miklar líkur eru á að fjöldinn í ár verði nærri sölumetinu frá 2005, ef ekki meiri. Almennt gerðu söluaðilar ráð fyrir að um 18.000 bílar yrðu nýskráðir á þessu ári. Með hliðsjón af þeirri markaðshlutdeild sem bíltegundir BL hafa um þessar mundir er hugsanlegt, en alls ekki víst, að bílamerki BL slái fimm þúsund bíla múrinn á árinu, sem ekki hefur gerst í sögu BL ehf. né heldur fyrirrennurum þess, B&L og Ingvari Helgasyni.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent