Kerfisbundnir fordómar gegn hinsegin fólki innan íþróttahreyfingarinnar Una Sighvatsdóttir skrifar 7. ágúst 2016 19:45 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands nýtti tækifærið í ávarpi sínu við gleðigönguna í gær til þess að hvetja alla til að taka sérstaklega á þeim fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna, með orðunum: „Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra, vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða.“Hætta þegar þeir koma út úr skápnum Ummælin hafa fengið blendin viðbrögð en tilefnið er ríkt því talað hefur verið um íþróttir sem síðasta vígi réttindabaráttu hinsegin fólks. Fordómarnir eru djúpstæðir og nánast óheyrt að atvinnuíþróttamenn komi út úr skápnum. „Maður heyrir sögur af til dæmis strákum í handbolta eða jafnvel fótbolta sem þora ekki að koma út úr skápnum í liðunum sínum og hætta frekar í íþróttinni frekar til þess að koma út úr skápnum," segir Bjarni Snæbjörnsson, sem situr í stjórn hinsegin íþróttafélagsins Styrmis.Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur skoðað tengsl hómófóbíu og íþrótta í sögulegu ljósi.Af hverju urðu íþróttir hómófóbískar? Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur skoðað tengsl hómófóbíu og íþrótta í sögulegu ljósi og hélt fræðsluerindi á dagskrá hinsegin daga í vikunni undir titlinum „Af hverju urðu íþróttir hómófóbískar?". Hafdís segir að hugmyndafræðilega hafi íþróttir sem fjöldahreyfingu fyrst fengið hlutverk innan þjóðríkisins og verið byggðar upp í kringum hina gangkynhneigðu karlmennskuímynd, sem sé mjög útilokandi fyrir þá sem ekki uppfylla hana. Íþrótta Vandinn er því kerfisbundinn að sögn Hafdísar, því íþróttahreyfingin sé byggð á þessari ímynd og ekki hafi almennilega tekist að endurskoða hana, hleypa öðrum að og fagna fjölbreytileiknum. „Það er mjög sárt að vita til þess að íþróttir, sem gefa svo mörgum svo óskaplega mikið, skuli líka vera rými þar sem fólk er niðurlægt, útskúfað og þar sem það upplifir sig ekki öruggt og eigi á hættu að verða fyrir árásum sem eru mjög persónulegar. Því kynhneigð eitthvað sem stendur þér mjög nærri og er þinn innsti kjarni, og ég skil mjög vel að fólk flýi af hólmi ef það finnur að það gæti orðið fyrir svona ofboðslega persónulegum árásum.“ Sem nærtækt dæmi megi nefna þá almenningsumræðu sem fór af stað í Evrópu eftir jafntefli Íslands og Portúgals á EM, þar sem gegnumgangandi stef var að líkja Cristiano Ronaldi við konu, hann væri vælandi kerling sem ætti ekkert í íslensku víkingana. „Ég held að þessi umræða í kringum Ronaldo og EM súmmerar þetta algjörlega upp. Á meðan við erum ennþá á þeim stað að það er í lagi að kvengera slæma frammistöðu, þá er ennþá rosalega langt í land.“ Bjarni Snæbjörnsson er í stjórn hinsegin íþróttafélagsins Styrmis, sem hefur undanfarið átt í samstarfi við ÍSÍ um að skoða hvernig uppræta megi fordóma í íþróttahreyfingunni.Gott samstarf við ÍSÍ Engu að síður hefur verið að eiga sér stað vitundarvakningin sem er að skila sér og í farvatninu er að hinsegin fræðsla verði aukin innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Bjarni segir að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sýni gott fordæmi með því að taka þátt í baráttunni. Það skipti máli að ungt fólk sem er að finna sig í lífinu hafi fyrirmyndir í íþróttafólki, sem sýni að hægt sé að vera hinsegin alls staðar. „Við í íþróttafélaginu Styrmi erum búin að eiga samstarf núna við ÍSÍ og Samtökin 78 um hvað er hægt að gera til að auka umræðuna og finna út hvernig er hægt að minnka fordóma ennþá frekar. Það er mikill velvilji og ég held að þetta sé bara spurning um herslumuninn."Skapa þarf öruggt rými fyrir hinsegin fólk innan íþróttahreyfingarinnar Hafdís tekur í sama streng og segir jákvæð viðhorf Íslendinga til kvennabolta dæmi um að íþróttahreyfingin sé að brjótast undan hinum kerfsbundnum fordómum. „Ef við höldum áfram á þessari braut, gerum það heiðarlega og þorum líka að horfast í augu við það þegar við höfum farið út af sporinu. Þá gæti skapast öruggt rými fyrir hinsegin fólk innan íþróttahreyfingarinnar og alveg sérstaklega hinsegin börn og unglinga. En eins og staðan er í dag held ég að við séum ekki alveg komin þangað.“ Hinsegin Tengdar fréttir Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Silfursleginn fákur Páls Óskars kláraðist á síðustu stundu fyrir Gleðigönguna 6. ágúst 2016 12:07 „Þurfum að rækta kynvillinginn í okkur“ Eva María Þórarinsdóttir Lange er formaður Hinsegin daga. Hún segir trans- og intersex-fólk eiga á brattann að sækja. Þá sé mikilvægt að líta út fyrir landsteinana, þar sem mannréttindi eru ekki jafn sjálfsögð og hér á landi. 5. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands nýtti tækifærið í ávarpi sínu við gleðigönguna í gær til þess að hvetja alla til að taka sérstaklega á þeim fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna, með orðunum: „Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra, vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða.“Hætta þegar þeir koma út úr skápnum Ummælin hafa fengið blendin viðbrögð en tilefnið er ríkt því talað hefur verið um íþróttir sem síðasta vígi réttindabaráttu hinsegin fólks. Fordómarnir eru djúpstæðir og nánast óheyrt að atvinnuíþróttamenn komi út úr skápnum. „Maður heyrir sögur af til dæmis strákum í handbolta eða jafnvel fótbolta sem þora ekki að koma út úr skápnum í liðunum sínum og hætta frekar í íþróttinni frekar til þess að koma út úr skápnum," segir Bjarni Snæbjörnsson, sem situr í stjórn hinsegin íþróttafélagsins Styrmis.Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur skoðað tengsl hómófóbíu og íþrótta í sögulegu ljósi.Af hverju urðu íþróttir hómófóbískar? Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur hefur skoðað tengsl hómófóbíu og íþrótta í sögulegu ljósi og hélt fræðsluerindi á dagskrá hinsegin daga í vikunni undir titlinum „Af hverju urðu íþróttir hómófóbískar?". Hafdís segir að hugmyndafræðilega hafi íþróttir sem fjöldahreyfingu fyrst fengið hlutverk innan þjóðríkisins og verið byggðar upp í kringum hina gangkynhneigðu karlmennskuímynd, sem sé mjög útilokandi fyrir þá sem ekki uppfylla hana. Íþrótta Vandinn er því kerfisbundinn að sögn Hafdísar, því íþróttahreyfingin sé byggð á þessari ímynd og ekki hafi almennilega tekist að endurskoða hana, hleypa öðrum að og fagna fjölbreytileiknum. „Það er mjög sárt að vita til þess að íþróttir, sem gefa svo mörgum svo óskaplega mikið, skuli líka vera rými þar sem fólk er niðurlægt, útskúfað og þar sem það upplifir sig ekki öruggt og eigi á hættu að verða fyrir árásum sem eru mjög persónulegar. Því kynhneigð eitthvað sem stendur þér mjög nærri og er þinn innsti kjarni, og ég skil mjög vel að fólk flýi af hólmi ef það finnur að það gæti orðið fyrir svona ofboðslega persónulegum árásum.“ Sem nærtækt dæmi megi nefna þá almenningsumræðu sem fór af stað í Evrópu eftir jafntefli Íslands og Portúgals á EM, þar sem gegnumgangandi stef var að líkja Cristiano Ronaldi við konu, hann væri vælandi kerling sem ætti ekkert í íslensku víkingana. „Ég held að þessi umræða í kringum Ronaldo og EM súmmerar þetta algjörlega upp. Á meðan við erum ennþá á þeim stað að það er í lagi að kvengera slæma frammistöðu, þá er ennþá rosalega langt í land.“ Bjarni Snæbjörnsson er í stjórn hinsegin íþróttafélagsins Styrmis, sem hefur undanfarið átt í samstarfi við ÍSÍ um að skoða hvernig uppræta megi fordóma í íþróttahreyfingunni.Gott samstarf við ÍSÍ Engu að síður hefur verið að eiga sér stað vitundarvakningin sem er að skila sér og í farvatninu er að hinsegin fræðsla verði aukin innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Bjarni segir að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sýni gott fordæmi með því að taka þátt í baráttunni. Það skipti máli að ungt fólk sem er að finna sig í lífinu hafi fyrirmyndir í íþróttafólki, sem sýni að hægt sé að vera hinsegin alls staðar. „Við í íþróttafélaginu Styrmi erum búin að eiga samstarf núna við ÍSÍ og Samtökin 78 um hvað er hægt að gera til að auka umræðuna og finna út hvernig er hægt að minnka fordóma ennþá frekar. Það er mikill velvilji og ég held að þetta sé bara spurning um herslumuninn."Skapa þarf öruggt rými fyrir hinsegin fólk innan íþróttahreyfingarinnar Hafdís tekur í sama streng og segir jákvæð viðhorf Íslendinga til kvennabolta dæmi um að íþróttahreyfingin sé að brjótast undan hinum kerfsbundnum fordómum. „Ef við höldum áfram á þessari braut, gerum það heiðarlega og þorum líka að horfast í augu við það þegar við höfum farið út af sporinu. Þá gæti skapast öruggt rými fyrir hinsegin fólk innan íþróttahreyfingarinnar og alveg sérstaklega hinsegin börn og unglinga. En eins og staðan er í dag held ég að við séum ekki alveg komin þangað.“
Hinsegin Tengdar fréttir Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Silfursleginn fákur Páls Óskars kláraðist á síðustu stundu fyrir Gleðigönguna 6. ágúst 2016 12:07 „Þurfum að rækta kynvillinginn í okkur“ Eva María Þórarinsdóttir Lange er formaður Hinsegin daga. Hún segir trans- og intersex-fólk eiga á brattann að sækja. Þá sé mikilvægt að líta út fyrir landsteinana, þar sem mannréttindi eru ekki jafn sjálfsögð og hér á landi. 5. ágúst 2016 07:00 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Einhyrningur Páls Óskars er sá stærsti til þessa: Táknmynd fyrir hinsegin fólk Silfursleginn fákur Páls Óskars kláraðist á síðustu stundu fyrir Gleðigönguna 6. ágúst 2016 12:07
„Þurfum að rækta kynvillinginn í okkur“ Eva María Þórarinsdóttir Lange er formaður Hinsegin daga. Hún segir trans- og intersex-fólk eiga á brattann að sækja. Þá sé mikilvægt að líta út fyrir landsteinana, þar sem mannréttindi eru ekki jafn sjálfsögð og hér á landi. 5. ágúst 2016 07:00
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20