Faghópur rammaáætlunar er ósammála verkefnisstjórninni Sveinn Arnarson skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Miklir hagsmunir liggja í því hvort svæði verði nýtt til verndar eða nýtingar. Vísir/Vilhelm Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Faghópur 4 í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem átti að fjalla um virkjunarkosti með tilliti til hagrænna þátta, telur ekki forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru nú. Umhverfisráðherra segir það mistök að hópurinn hafi ekki verið skipaður fyrr af verkefnastjórn. Ekki var farið í nauðsynlega rannsóknarvinnu um fjárhagslegan kostnað og ábata virkjanakosta að mati faghópsins sem hefði tekið um það bil tvö ár í vinnslu. Samt sem áður átti að leggja mat á þessa þætti svo unnt væri að raða svæðum eftir því hvort þeir yrðu nýttir eða verndaðir, samkvæmt þingsályktunartillögu sem þingið samþykkti á sínum tíma um rammaáætlun. Því má segja að verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hafi ekki hlustað á eigin faghóp. „Það er niðurstaða faghópsins að hvorki liggi fyrir nægilegar upplýsingar um fjárhagslegan kostnað og ábata né mat á öðrum kostnaði og ábata sem leggja megi til grundvallar áreiðanlegu mati á þjóðhagslegum áhrifum,“ segir í niðurstöðu faghóspsins. „Það er hins vegar mat hópsins að afar mikilvægt sé að slíkt mat fari fram, og jafnframt að gera ætti slíkt mat að hluta af ferli samþykktar virkjanaframkvæmda,“ bætir faghópurinn við. Faghópurinn var settur saman í desember í fyrra og skipaður þremur einstaklingum. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs HÍ, var formaður hópsins en einnig sátu í honum Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við HÍ, og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherraSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að verkefnastjórn hefði átt að skipa faghópinn mun fyrr svo hægt væri að ráðast í þetta verkefni. Tímaleysi komi í veg fyrir það nú. „Það er bagalegt að verkefnastjórn skyldi ekki skipa þennan hóp fyrr. Það sem ég gerði með formanni verkefnastjórnr var að setja niður mjög ákveðið tímaplan hvað ætti að gera á hvaða tíma,“ segir Sigrún. Þá kveðst Sigrún ekki munu skipta sér af verklaginu nema til að fylgjast með. „Ég efast um að þingið klári rammann sem er leitt. Á þessum dögum sem eftir eru í þinginu mun ég aðeins kynna málið fyrir þinginu. Ekki gefst tími í annað," segir ráðherrann. Sigrún vill ekki leggja mat sitt á framkomnar athugasemdir draga skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga rammaáætlunar. „Ég get ekki á þessum tímapunkti haft skoðun á einstökum athugasemdum. Nú bíðum við bara eftir að vinnu verkefnastjórnar ljúki þannig að við fáum fullbúið verk inn í þingið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira