Þjóðarhagur Magnús Guðmundsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 Það er stórmerkilegt að fylgjast með tilraunum Færeyinga til að bjóða út fiskveiðikvóta í stað þess að úthluta honum til ríkjandi útgerðarfélaga. Útboð kvóta gengur út frá þeirri grunnforsendu að hámarka arð þeirra sem eiga auðlindina, í þessu tilviki fiskinn á færeyskum miðum, en ekki virðist velkjast fyrir mörgum að eigandinn er færeyska þjóðin. Þrátt fyrir einhverja minniháttar byrjunarörðugleika virðist sem tilraunin gangi vel og hafi þegar aukið hagnað Færeyinga af auðlindinni svo miklu munar. Það hlýtur auðvitað að vera okkur Íslendingum hvatning til þess að láta reyna á hið sama og auka arðinn af auðlindinni sem er eign þjóðarinnar. Það voru því mikil vonbrigði að sjá og heyra svör þeirra Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegsráðherra og Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, við fyrirspurn fréttastofu RÚV þess efnis hvort ekki mætti láta reyna á að bjóða upp fiskveiðikvóta Íslendinga. Báðir þvertóku fyrir slíkar hugmyndir á þeirri forsendu að slíkt kæmi til með að leiða til samþjöppunar í greininni og auka líkur á að útlendingar eignist mikinn hluta aflaheimilda. Vandinn er að þegar betur er að gáð þá halda þessar skýringar ekki vatni. Eins og Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, og Einar Gautur Steingrímsson hafa báðir bent á þá eru í gildi lög á Íslandi um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri sem koma í veg fyrir slíka þróun í íslenskum sjávarútvegi. Auk þess má leiða að því líkur að með útboði á fiskveiðikvóta megi fremur setja samþjöppun skorður, langt umfram það sem virðist vera tilfellið í dag. Með vönduðu regluverki fyrir útboð mætti svo einnig efla hag byggðarlaga sem á þurfa að halda og stuðla þannig að blómlegu atvinnulífi sem víðast um landið. Þessar staðreyndir vekja því nýjar og alvarlegri spurningar en þær sem beindust upprunalega að Gunnari Braga Sveinssyni og Jóni Gunnarssyni. Eru þeir Gunnar Bragi og Jón Gunnarsson í störfum sínum ekki að vinna fyrir þjóðina? Fylgir því ekki sú sjálfsagða og eðlilega krafa að þar með vinni þeir að hagsmunum þjóðarinnar allrar? Er ekki betra fyrir ríkissjóð og þar með þjóðina að fá meira en minna fyrir fiskinn? Ef svörin eru neitandi hlýtur það að vekja spurningar um það fyrir hvern þeir eru þá að vinna. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Það kann að vera að einhver líti svo á sem þessi framsetning sé einföldun á stóru máli. En staðreyndin er að viðkvæðið „þetta er nú flóknara mál en svo“ og aðrir slíkir frasar eru einmitt dregnir fram í umræðuna til þess að gera almenningi erfiðara um vik að átta sig á stöðu mála. Til þess að letja fólk til þess að setja sig inn í staðreyndir sem reynast oftar en ekki einfaldari en ráðamenn hverju sinni hafa látið að liggja. Ráðamenn þurfa alltaf að muna að þeir eru í vinnu hjá fólkinu í landinu og því er með öllu óásættanlegt að þeir hlúi að hagsmunum stakra hópa í atvinnulífinu umfram þjóðarhag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Það er stórmerkilegt að fylgjast með tilraunum Færeyinga til að bjóða út fiskveiðikvóta í stað þess að úthluta honum til ríkjandi útgerðarfélaga. Útboð kvóta gengur út frá þeirri grunnforsendu að hámarka arð þeirra sem eiga auðlindina, í þessu tilviki fiskinn á færeyskum miðum, en ekki virðist velkjast fyrir mörgum að eigandinn er færeyska þjóðin. Þrátt fyrir einhverja minniháttar byrjunarörðugleika virðist sem tilraunin gangi vel og hafi þegar aukið hagnað Færeyinga af auðlindinni svo miklu munar. Það hlýtur auðvitað að vera okkur Íslendingum hvatning til þess að láta reyna á hið sama og auka arðinn af auðlindinni sem er eign þjóðarinnar. Það voru því mikil vonbrigði að sjá og heyra svör þeirra Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegsráðherra og Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, við fyrirspurn fréttastofu RÚV þess efnis hvort ekki mætti láta reyna á að bjóða upp fiskveiðikvóta Íslendinga. Báðir þvertóku fyrir slíkar hugmyndir á þeirri forsendu að slíkt kæmi til með að leiða til samþjöppunar í greininni og auka líkur á að útlendingar eignist mikinn hluta aflaheimilda. Vandinn er að þegar betur er að gáð þá halda þessar skýringar ekki vatni. Eins og Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, og Einar Gautur Steingrímsson hafa báðir bent á þá eru í gildi lög á Íslandi um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri sem koma í veg fyrir slíka þróun í íslenskum sjávarútvegi. Auk þess má leiða að því líkur að með útboði á fiskveiðikvóta megi fremur setja samþjöppun skorður, langt umfram það sem virðist vera tilfellið í dag. Með vönduðu regluverki fyrir útboð mætti svo einnig efla hag byggðarlaga sem á þurfa að halda og stuðla þannig að blómlegu atvinnulífi sem víðast um landið. Þessar staðreyndir vekja því nýjar og alvarlegri spurningar en þær sem beindust upprunalega að Gunnari Braga Sveinssyni og Jóni Gunnarssyni. Eru þeir Gunnar Bragi og Jón Gunnarsson í störfum sínum ekki að vinna fyrir þjóðina? Fylgir því ekki sú sjálfsagða og eðlilega krafa að þar með vinni þeir að hagsmunum þjóðarinnar allrar? Er ekki betra fyrir ríkissjóð og þar með þjóðina að fá meira en minna fyrir fiskinn? Ef svörin eru neitandi hlýtur það að vekja spurningar um það fyrir hvern þeir eru þá að vinna. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Það kann að vera að einhver líti svo á sem þessi framsetning sé einföldun á stóru máli. En staðreyndin er að viðkvæðið „þetta er nú flóknara mál en svo“ og aðrir slíkir frasar eru einmitt dregnir fram í umræðuna til þess að gera almenningi erfiðara um vik að átta sig á stöðu mála. Til þess að letja fólk til þess að setja sig inn í staðreyndir sem reynast oftar en ekki einfaldari en ráðamenn hverju sinni hafa látið að liggja. Ráðamenn þurfa alltaf að muna að þeir eru í vinnu hjá fólkinu í landinu og því er með öllu óásættanlegt að þeir hlúi að hagsmunum stakra hópa í atvinnulífinu umfram þjóðarhag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. ágúst.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun