Viðskipti erlent

RBS tapaði 300 milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í RBS hafa lækkað um 8,23 prósent það sem af er degi.
Gengi hlutabréfa í RBS hafa lækkað um 8,23 prósent það sem af er degi. Vísir/AFP
Á fyrri helmingi ársins tapaði Royal Bank of Scotland tveimur milljörðum punda, jafnvirði rúmlega 300 milljarða króna. Tapaði var mun meira en í fyrra þegar það nam 179 milljónum punda, þar spilar inn 1,3 milljarða punda kostnaður vegna lögsókna.

RBS mun nú selja 300 af útibúum sínum og líkur eru á að breski hluti Santander bankans muni taka yfir þá starfsemi. 

Forstjóri bankans segir í samtali við BBC að það verði einnig erfiðir tímar framundan á næsta ári. 

Gengi hlutabréfa í RBS hafa lækkað um 8,23 prósent það sem af er degi. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×