Endurgreiðslur virka í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2016 10:16 BMW i3 selst best rafmagnsbíla í Þýskalandi. Þann 1. júlí gengu í gildi ný lög í Þýskalandi um allt að 4.000 Evra endurgreiðslu til handa þeim sem festa sér kaup á rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum. Síðan þá hafa 2.000 íbúar í Þýskalandi skráð sig fyrir kaupum á slíkum bílum og eru þriðjungur þeirra af BMW-gerð, þ.e. BMW i3. Nærri 600 manns ætla að kaupa þennan hreinræktaða rafmagnsbíl sem selst hefur mjög vel síðan hann kom fyrst á markað. Þá skráðu 444 manns sig fyrir umhverfisvænum Renault bílum og 154 fyrir bílum frá Volkswagen. Takmarkið með nýju lögunum um endurgreiðslur er að sem næst 10% bíla í Þýskalandi verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2020, en þeir 1,2 milljarðar Evra sem sett voru í þetta verkefni nú dugar fyrir endurgreiðslum á um 400.000 bílum. Af þeim 45 milljón bílum sem eru til í Þýskalandi nú eru aðeins 50.000 rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar, svo langt er í land í þessum efnum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Þann 1. júlí gengu í gildi ný lög í Þýskalandi um allt að 4.000 Evra endurgreiðslu til handa þeim sem festa sér kaup á rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum. Síðan þá hafa 2.000 íbúar í Þýskalandi skráð sig fyrir kaupum á slíkum bílum og eru þriðjungur þeirra af BMW-gerð, þ.e. BMW i3. Nærri 600 manns ætla að kaupa þennan hreinræktaða rafmagnsbíl sem selst hefur mjög vel síðan hann kom fyrst á markað. Þá skráðu 444 manns sig fyrir umhverfisvænum Renault bílum og 154 fyrir bílum frá Volkswagen. Takmarkið með nýju lögunum um endurgreiðslur er að sem næst 10% bíla í Þýskalandi verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2020, en þeir 1,2 milljarðar Evra sem sett voru í þetta verkefni nú dugar fyrir endurgreiðslum á um 400.000 bílum. Af þeim 45 milljón bílum sem eru til í Þýskalandi nú eru aðeins 50.000 rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar, svo langt er í land í þessum efnum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent