Þrjátíu milljón bíla sala í Kína árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 13:57 Kína er langstærsti bílasölumarkaður heims. Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent