Þrjátíu milljón bíla sala í Kína árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 13:57 Kína er langstærsti bílasölumarkaður heims. Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent
Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent