Raggi Bjarna í fyrsta myndbandi Prins Póló á ensku Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. ágúst 2016 10:50 Nú er boðið upp á Prins Póló í Bandaríkjunum. Ekki pólska súkkulaðikexið heldur hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar bónda á Karlsstöðum. Lagið Hamster Charm sem er íslensk útgáfa af laginu Hamstra Sjarma er komið út á vegum bandarísku útgáfunnar Waxploitation. Nú er búið að gera nýtt skuggalegt myndband við lagið, leikstýrt er af Árna Sveinssyni, en þar glittir í nokkra góðkunningja Prinsins úr FM Belfast og fleiri auk nokkra óvæntra gesta. „Árni Sveins gerði þetta myndband með okkur í Góða Hirðinum eftir lokun,“ segir Prinsinn sem fullyrðir að hann hafi bara verið þar eins og hvert annað props. „Hann stýrði þessu með harðri hendi. Fékk Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvalds til þess að mæta. Ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Hann óð bara út í þetta. Ég er mjög sáttur við þessa útkomu. Hann fékk flottan tökumann og stærstu reykvél sem fékkst.“Myndbandið má sjá hér að ofan.Allt til á ensku ef heimsfrægðin kallarÚtgefandinn Waxploitation bað um að fá að gefa út lagið á ensku. Fyrirspurnin kom í gegnum netið en Svavar hefur aldrei hitt útgefanda sinn. Óhætt var þó að taka fyrirspurninni alvarlega þar sem fyrirtækið hefur áður gefið út listamenn á borð við Danger Mouse, Jack White, Noruh Jones og Gnarls Barkley. Prinsinn hringdi því í Þráinn mág sinn sem býr í Bandaríkjunum og bað hann um að skella textanum yfir á ensku. Þráinn mágur gerði gott betur en það og snaraði öllum Prins Póló lögunum yfir á ensku. „Það eru til enskar þýðingar á öllu ef heimsfrægðin bankar upp á. Ég gerði nú samt bara samning um þetta eina lag og ef þetta gengur vel þá get ég haldið áfram. Ef þetta verður ekkert stuð þá getur maður bara látið þetta gott heita þarna. Ég ákvað að leggja þetta lag undir í þessum samningi.“ Prins Póló hefur aldrei sungið á ensku en Svavar hefur þó gert það með hljómsveit sinni Skakkamanage.Næst á dagskrá á HavaríSvavar segir Verslunarmannahelgina hafa verið fína á Karlsstöðum í Berufirði, þar sem hann býr og stundar sinn búskap. Nýlega setti hann upp ásamt eiginkonu sinni Berglindi tónleika- og veitingarhlöðuna Havarí sem opnaði í sumar. „Það var reytingur af ferðafuglum um helgina,“ segir Svavar sáttur að lokum. Svavar segir líf og fjör vera í hlöðunni en næstu tónleikar þar, fyrir utan hið daglegt vöfflukaffi Prinsins auðvitað, eru með sveitinni FM Belfast 13 ágúst næstkomandi. Það má því búast við ærlegri sveitaballastemmningu þar. Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Menningarmiðstöðin Havarí opnar á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi á laugardag. Tilefni fyrir tónleika. 30. júní 2016 16:19 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Nú er boðið upp á Prins Póló í Bandaríkjunum. Ekki pólska súkkulaðikexið heldur hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar bónda á Karlsstöðum. Lagið Hamster Charm sem er íslensk útgáfa af laginu Hamstra Sjarma er komið út á vegum bandarísku útgáfunnar Waxploitation. Nú er búið að gera nýtt skuggalegt myndband við lagið, leikstýrt er af Árna Sveinssyni, en þar glittir í nokkra góðkunningja Prinsins úr FM Belfast og fleiri auk nokkra óvæntra gesta. „Árni Sveins gerði þetta myndband með okkur í Góða Hirðinum eftir lokun,“ segir Prinsinn sem fullyrðir að hann hafi bara verið þar eins og hvert annað props. „Hann stýrði þessu með harðri hendi. Fékk Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvalds til þess að mæta. Ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Hann óð bara út í þetta. Ég er mjög sáttur við þessa útkomu. Hann fékk flottan tökumann og stærstu reykvél sem fékkst.“Myndbandið má sjá hér að ofan.Allt til á ensku ef heimsfrægðin kallarÚtgefandinn Waxploitation bað um að fá að gefa út lagið á ensku. Fyrirspurnin kom í gegnum netið en Svavar hefur aldrei hitt útgefanda sinn. Óhætt var þó að taka fyrirspurninni alvarlega þar sem fyrirtækið hefur áður gefið út listamenn á borð við Danger Mouse, Jack White, Noruh Jones og Gnarls Barkley. Prinsinn hringdi því í Þráinn mág sinn sem býr í Bandaríkjunum og bað hann um að skella textanum yfir á ensku. Þráinn mágur gerði gott betur en það og snaraði öllum Prins Póló lögunum yfir á ensku. „Það eru til enskar þýðingar á öllu ef heimsfrægðin bankar upp á. Ég gerði nú samt bara samning um þetta eina lag og ef þetta gengur vel þá get ég haldið áfram. Ef þetta verður ekkert stuð þá getur maður bara látið þetta gott heita þarna. Ég ákvað að leggja þetta lag undir í þessum samningi.“ Prins Póló hefur aldrei sungið á ensku en Svavar hefur þó gert það með hljómsveit sinni Skakkamanage.Næst á dagskrá á HavaríSvavar segir Verslunarmannahelgina hafa verið fína á Karlsstöðum í Berufirði, þar sem hann býr og stundar sinn búskap. Nýlega setti hann upp ásamt eiginkonu sinni Berglindi tónleika- og veitingarhlöðuna Havarí sem opnaði í sumar. „Það var reytingur af ferðafuglum um helgina,“ segir Svavar sáttur að lokum. Svavar segir líf og fjör vera í hlöðunni en næstu tónleikar þar, fyrir utan hið daglegt vöfflukaffi Prinsins auðvitað, eru með sveitinni FM Belfast 13 ágúst næstkomandi. Það má því búast við ærlegri sveitaballastemmningu þar.
Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Menningarmiðstöðin Havarí opnar á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi á laugardag. Tilefni fyrir tónleika. 30. júní 2016 16:19 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32
Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55
Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Menningarmiðstöðin Havarí opnar á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi á laugardag. Tilefni fyrir tónleika. 30. júní 2016 16:19
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“