Þyrluflugmaður Ecclestone skipulagði mannránið Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 16:43 Bernie Ecclestone og brasilísk eiginkona hans. Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent
Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent