Laxinn mættur í Elliðavatn Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2016 13:15 Silungsveiðin í Elliðavatni hefur verið frekar dræm í sumar og það hefur ekki heyrst af mikilli veiði frá neinum. Meira að segja veiðimenn sem þekkja vatnið vel segja að það sé búið að vera mun minni veiði en í fyrra og staðan hefur verið þannig frá fyrsta degi meira og minna. Urriðinn sem er að veiðast er þó vel haldinn og það sama má segja um bleikjuna en á sólríkum síðdegisdögum hefur nokkuð af bleikju verið að velta sér við Riðhól en ekki verið sérstaklega tökuglöð. Það sem þó dregur veiðimenn að vatninu þessa dagana er að nokkuð virðist vera gengið af laxi upp í vatn og hafa nokkrir þegar veist. Það veiðast alltaf nokkrir við brúnna milli Elliðavatns og Helluvatns en einnig veiðist lax inní Helluvatni sjálfu, út af Kríunesi og eins í álnum út af Elliðavatnsbænum. Það eru nokkrir veiðimenn sem hafa náð mjög góðum tökum á því að veiða lax í vatninu og af þremur mönnum sem undirritaður hefur heyrt í á þessu sumri þá eru þeir með samtals 11 laxa sem þeir hafa náð. Ekki slæmur afli það. Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði
Silungsveiðin í Elliðavatni hefur verið frekar dræm í sumar og það hefur ekki heyrst af mikilli veiði frá neinum. Meira að segja veiðimenn sem þekkja vatnið vel segja að það sé búið að vera mun minni veiði en í fyrra og staðan hefur verið þannig frá fyrsta degi meira og minna. Urriðinn sem er að veiðast er þó vel haldinn og það sama má segja um bleikjuna en á sólríkum síðdegisdögum hefur nokkuð af bleikju verið að velta sér við Riðhól en ekki verið sérstaklega tökuglöð. Það sem þó dregur veiðimenn að vatninu þessa dagana er að nokkuð virðist vera gengið af laxi upp í vatn og hafa nokkrir þegar veist. Það veiðast alltaf nokkrir við brúnna milli Elliðavatns og Helluvatns en einnig veiðist lax inní Helluvatni sjálfu, út af Kríunesi og eins í álnum út af Elliðavatnsbænum. Það eru nokkrir veiðimenn sem hafa náð mjög góðum tökum á því að veiða lax í vatninu og af þremur mönnum sem undirritaður hefur heyrt í á þessu sumri þá eru þeir með samtals 11 laxa sem þeir hafa náð. Ekki slæmur afli það.
Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði