BL innkallar 120 Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 12:34 Land Rover Discovery Sport. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum. Það getur haft í för með sér að fólk verði vart við eldsneytislykt og ef ekki er brugðist við er hætta á íkveikju. Lagfæra þarf plasthlíf og meta ástand á eldsneytisleiðslu. Skipt verður um eldsneytisleyðslu ef þarf, en samkvæmt framleiðanda er um 1% líkur á að skipta þurfi um hana vegna skemmda. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá BL vegna þessarar innköllunar. Eigendum bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en BL er bent á að hafa samband við BL ehf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum. Það getur haft í för með sér að fólk verði vart við eldsneytislykt og ef ekki er brugðist við er hætta á íkveikju. Lagfæra þarf plasthlíf og meta ástand á eldsneytisleiðslu. Skipt verður um eldsneytisleyðslu ef þarf, en samkvæmt framleiðanda er um 1% líkur á að skipta þurfi um hana vegna skemmda. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá BL vegna þessarar innköllunar. Eigendum bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en BL er bent á að hafa samband við BL ehf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent