Vinnustöðvun í verksmiðjum Volkswagen vegna deilna við birgja Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 10:36 Í verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg. Vinna við samsetningu Volkswagen Golf bíla hefur verið hætt í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Ásæða stöðvunarinnar er sú að Volkswagen á í deilum við tvo af birgjum sínum sem ekki sætta sig við það lægra verð sem Volkswagen hefur farið framá fyrir íhluti frá framleiðendunum. Volkswagen hefur einnig þurft að stytta vinnutíma í öðrum verksmiðjum sínum af sömu ástæðu. Volkswagen leitar nú allra leiða til að spara í framleiðslu sinni og er ástæða þess þær þungu fjársektir sem bíða fyrirtækisins vegna dísilvélasvindlsins sem uppgötvaðist í fyrra. Volkswagen hefur ákveðið að leggja niður framleiðslu Volkswagen Golf bíla í Wolfsburg alla næstu viku og mun það hafa áhrif á 10.000 af 60.000 starfsmönnum í Wolfsburg. Þar eru einnig framleiddir bílarnir Tiguan og Touran. Vinnutími verður einnig styttur í verksmiðjum Volkswagen í Kassel, Emden og Zwickau, en þar eru smíðaðir Golf og Passat bílar. Volkswagen verður af framleiðslu á 6.250 Passat bílum fyrir vikið. Þessar stöðvanir gætu minnkað veltu Volkswagen um 5,4 milljarða króna. Volkswagen seldi samtals 261.776 Golf bíla á fyrri helmingi þessa árs og var það 1% meira en á sama tíma í fyrra. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Vinna við samsetningu Volkswagen Golf bíla hefur verið hætt í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Ásæða stöðvunarinnar er sú að Volkswagen á í deilum við tvo af birgjum sínum sem ekki sætta sig við það lægra verð sem Volkswagen hefur farið framá fyrir íhluti frá framleiðendunum. Volkswagen hefur einnig þurft að stytta vinnutíma í öðrum verksmiðjum sínum af sömu ástæðu. Volkswagen leitar nú allra leiða til að spara í framleiðslu sinni og er ástæða þess þær þungu fjársektir sem bíða fyrirtækisins vegna dísilvélasvindlsins sem uppgötvaðist í fyrra. Volkswagen hefur ákveðið að leggja niður framleiðslu Volkswagen Golf bíla í Wolfsburg alla næstu viku og mun það hafa áhrif á 10.000 af 60.000 starfsmönnum í Wolfsburg. Þar eru einnig framleiddir bílarnir Tiguan og Touran. Vinnutími verður einnig styttur í verksmiðjum Volkswagen í Kassel, Emden og Zwickau, en þar eru smíðaðir Golf og Passat bílar. Volkswagen verður af framleiðslu á 6.250 Passat bílum fyrir vikið. Þessar stöðvanir gætu minnkað veltu Volkswagen um 5,4 milljarða króna. Volkswagen seldi samtals 261.776 Golf bíla á fyrri helmingi þessa árs og var það 1% meira en á sama tíma í fyrra.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent