Mercedes birtir myndir af Maybach 6 Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 09:53 Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent
Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent