Volkswagen lætur Tesla svitna með 500 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 09:05 Volkswagen ætlar að sýna nýjan rafmagnsbíl á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem komast á 500 km á hverri hleðslu. Bara það eitt ætti að láta aðra rafmagnsbílaframleiðendu svitna aðeins, ekki síst Tesla, sem nú býður aðeins fremur dýra rafmagnsbíla sem komast hátt í þessa vegalengd á hverri hleðslu. Bíllinn sem Volkswagen mun sýna er svokallaður tilraunabíll og ekki tilbúinn til fjöldaframleiðslu, en við honum má búast árið 2018 eða 2019. Þessi rafmagnsbíll á að vera á stærð við Volkswagen Golf en rýma álíka mikið og Volkswagen Passat. Það gæti bent til þess að bíllinn verði í laginu eins og Budd tilraunabíllinn sem Volkswagen hefur áður sýnt og flokkast sem fjölnota bíll. Það að þessi bíll eigi hugsanlega að koma á markað árið 2018 bendir til þess að Volkswagen sé að flýta fyrri áformum sínum um smíði rafmagnsbíla, en upphaflega átti svona bíll að koma á markað árið 2020. Dísilvélaskandallinn hefur breytt áformum Volkswagen og nú er mun meiri áhersla lögð á smíði rafmagnsbíla og tengitvinnbíla. Volkswagen ætlar að vera með 20 gerðir rafmagnsbíla í boði árið 2020 og eru þá tengiltvinnbílar meðal þeirra. Þeir eiga svo að verða orðnir 30 talsins árið 2025. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent
Volkswagen ætlar að sýna nýjan rafmagnsbíl á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem komast á 500 km á hverri hleðslu. Bara það eitt ætti að láta aðra rafmagnsbílaframleiðendu svitna aðeins, ekki síst Tesla, sem nú býður aðeins fremur dýra rafmagnsbíla sem komast hátt í þessa vegalengd á hverri hleðslu. Bíllinn sem Volkswagen mun sýna er svokallaður tilraunabíll og ekki tilbúinn til fjöldaframleiðslu, en við honum má búast árið 2018 eða 2019. Þessi rafmagnsbíll á að vera á stærð við Volkswagen Golf en rýma álíka mikið og Volkswagen Passat. Það gæti bent til þess að bíllinn verði í laginu eins og Budd tilraunabíllinn sem Volkswagen hefur áður sýnt og flokkast sem fjölnota bíll. Það að þessi bíll eigi hugsanlega að koma á markað árið 2018 bendir til þess að Volkswagen sé að flýta fyrri áformum sínum um smíði rafmagnsbíla, en upphaflega átti svona bíll að koma á markað árið 2020. Dísilvélaskandallinn hefur breytt áformum Volkswagen og nú er mun meiri áhersla lögð á smíði rafmagnsbíla og tengitvinnbíla. Volkswagen ætlar að vera með 20 gerðir rafmagnsbíla í boði árið 2020 og eru þá tengiltvinnbílar meðal þeirra. Þeir eiga svo að verða orðnir 30 talsins árið 2025.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent