Auðvelt að opna og stela milljónum nýrra og nýlegra bíla Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 11:23 Búnaður þjófanna er ekki ýkja flókinn. Breskir og þýskir vísindamenn hafa fundið gloppu í fjarstýrðum læsingum fjölmargra tegunda og gerða nýrra og nýlegra bíla. Auðvelt mun vera að panta teikningar og efni á Netinu, greiða fyrir það fáeina þúsundkalla og setja síðan saman rafræna ,,þjófalykla” sem opnað geta milljónir bíla og ræst þá. Það er fréttavefur FÍB sem greinir frá þessu. Innbrot í nýja og nýlega bíla virðast hafa verið að færast í vöxt í grannlöndunum. Algengt er að fólk sjái þess merki að farið hefur verið inn í bíla þess á bílastæðum og stolið úr þeim töskum, myndavélum og öðrum farangri. Í seinni tíð hefur það færst í vöxt að bílunum sé stolið í heilu lagi. Engar skemmdir eða ummerki um innbrot sjást á bílunum sem stolið var úr né á stolnu bílunum ef þeir þá finnast á annað borð. Þetta varð vísindamönnum við háskólann í Birmingham í Bretlandi og hjá þýska verkfræðifyrirtækinu Kasper & Oswald tilefni til að rannsaka málið. Sú rannsókn leiddi til þess að fyrrnefnd öryggisgloppa fannst. Hún gerir það mögulegt að opna bíla með sérstökum ,,þjófalyklum.” Þeir virka oft þannig að fyrst nema þeir merki frá fjarstýringu eigandans þegar hann læsir bíl sínum. Þetta merki er þvínæst vistað í ,,þjófalyklinum” og nýtist síðan til að opna bílinn þegar eigandinn er á braut. En til að geta ræst síðan bíl með lykillausri ræsingu og stolið honum í heilu lagi þarf bílþjófurinn til viðbótar að búa yfir staðgóðri rafeindafræðiþekkingu og að hafa auk þess komist yfir sérstakan kóða sem almennt ætti ekki að vera á glámbekk. Því vara vísindamennirnir eindregið við því að bílaframleiðendur og íhlutaframleiðendur gefi þessa kóða upp. Það leiði til þess að þjófar geti gengið að mílljónum bíla um veröld víða og keyrt í burt á þeim. Í skýrslu sinni tilgreina vísindamennirnir sérstaklega flestalla bíla frá VAG (Volkswagen og dótturfélögum) sem framleiddir hafa verið síðan 1995, að undanteknum þeim sem byggðir eru á svonefndri MQB grunnplötu. Fjöldi annarra tegunda geti verið um að ræða einnig, enda fjölmargar aðrar tegundir með samskonar lásatæknibúnað. Fréttavefur FÍB hefur verið í sambandi við danskan blaðaljósmyndara sem varð fyrir því í síðustu viku að bíl hans, nýlegum Citroen Cactus, var stolið. Bíllinn hvarf af bílastæði fyrir framan heimili hans en fannst svo þremur dögum síðar þar sem hann stóð í miðri húsagötu í allt öðru hverfi Kaupmannahafnar. Engar skemmdir eða önnur merki um innbrot voru á bílnum. Eigandinn læsti honum þegar hann kom heim til sín að kvöldi. Hann segist hafa læst bílnum með fjarstýringunni og gengið úr skugga um að allar dyr hans væru læstar áður en hann fór inn í húsið. Morguninn eftir var bíllinn svo horfinn. Ljóst þykir að einhverskonar rafeindabúnaður hafi verið notaður til að opna bílinn og ræsa hann. Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent
Breskir og þýskir vísindamenn hafa fundið gloppu í fjarstýrðum læsingum fjölmargra tegunda og gerða nýrra og nýlegra bíla. Auðvelt mun vera að panta teikningar og efni á Netinu, greiða fyrir það fáeina þúsundkalla og setja síðan saman rafræna ,,þjófalykla” sem opnað geta milljónir bíla og ræst þá. Það er fréttavefur FÍB sem greinir frá þessu. Innbrot í nýja og nýlega bíla virðast hafa verið að færast í vöxt í grannlöndunum. Algengt er að fólk sjái þess merki að farið hefur verið inn í bíla þess á bílastæðum og stolið úr þeim töskum, myndavélum og öðrum farangri. Í seinni tíð hefur það færst í vöxt að bílunum sé stolið í heilu lagi. Engar skemmdir eða ummerki um innbrot sjást á bílunum sem stolið var úr né á stolnu bílunum ef þeir þá finnast á annað borð. Þetta varð vísindamönnum við háskólann í Birmingham í Bretlandi og hjá þýska verkfræðifyrirtækinu Kasper & Oswald tilefni til að rannsaka málið. Sú rannsókn leiddi til þess að fyrrnefnd öryggisgloppa fannst. Hún gerir það mögulegt að opna bíla með sérstökum ,,þjófalyklum.” Þeir virka oft þannig að fyrst nema þeir merki frá fjarstýringu eigandans þegar hann læsir bíl sínum. Þetta merki er þvínæst vistað í ,,þjófalyklinum” og nýtist síðan til að opna bílinn þegar eigandinn er á braut. En til að geta ræst síðan bíl með lykillausri ræsingu og stolið honum í heilu lagi þarf bílþjófurinn til viðbótar að búa yfir staðgóðri rafeindafræðiþekkingu og að hafa auk þess komist yfir sérstakan kóða sem almennt ætti ekki að vera á glámbekk. Því vara vísindamennirnir eindregið við því að bílaframleiðendur og íhlutaframleiðendur gefi þessa kóða upp. Það leiði til þess að þjófar geti gengið að mílljónum bíla um veröld víða og keyrt í burt á þeim. Í skýrslu sinni tilgreina vísindamennirnir sérstaklega flestalla bíla frá VAG (Volkswagen og dótturfélögum) sem framleiddir hafa verið síðan 1995, að undanteknum þeim sem byggðir eru á svonefndri MQB grunnplötu. Fjöldi annarra tegunda geti verið um að ræða einnig, enda fjölmargar aðrar tegundir með samskonar lásatæknibúnað. Fréttavefur FÍB hefur verið í sambandi við danskan blaðaljósmyndara sem varð fyrir því í síðustu viku að bíl hans, nýlegum Citroen Cactus, var stolið. Bíllinn hvarf af bílastæði fyrir framan heimili hans en fannst svo þremur dögum síðar þar sem hann stóð í miðri húsagötu í allt öðru hverfi Kaupmannahafnar. Engar skemmdir eða önnur merki um innbrot voru á bílnum. Eigandinn læsti honum þegar hann kom heim til sín að kvöldi. Hann segist hafa læst bílnum með fjarstýringunni og gengið úr skugga um að allar dyr hans væru læstar áður en hann fór inn í húsið. Morguninn eftir var bíllinn svo horfinn. Ljóst þykir að einhverskonar rafeindabúnaður hafi verið notaður til að opna bílinn og ræsa hann.
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent