Simone Biles fékk loksins koss frá Zac Efron Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2016 10:21 Ólympíudrottningin magnaða fór á kostum í gær. Mynd/US Gymnastics Ólympíudrottningin magnaða Simone Biles skildi við Ólympíuleikana í Ríó gærkvöldi með því að næla í sín fjórðu gullverðlaun. Hún virðist einnig hafa fengið óvæntan bónusvinning þegar leikarinn Zac Efron mætti á svæðið til þess að koma henni á óvart. Biles, sem hefur átt frábæra Ólympíuleika, hefur greint frá hrifningu sinni á leikaranum og þegar fréttastofa NBC kíkti í heimsókn til hennar fyrir leikana kom í ljós að hún geymdi mannhæðastóra pappamynd af Efron í herbergi sínu. Hafa Efron og Biles skipst á skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem leikarinn hefur hvatt hana til dáða.Sjá einnig: Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminnHann var svo mættur til Ríó í gær eftir að Biles tryggði sér sigur í keppni í fimleikum á gólfi. Þar gaf hann henni koss á kinnina og virtist Biles vera afar ánægð með þetta allt saman ef marka má færslur hennar á samfélagsmiðlum.proof : had to do a retake bc I thought we were taking a picture then he kissed me insteadpic.twitter.com/rld33V14qe— Simone Biles (@Simone_Biles) August 16, 2016 he kissed me on the cheek just letting y'all know @ZacEfron pic.twitter.com/VLyc62DXY7— Simone Biles (@Simone_Biles) August 16, 2016 Surprise!! #Rio2016 #Gold #FinalFive pic.twitter.com/yUswjZeHsa— Zac Efron (@ZacEfron) August 16, 2016 „Ég er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles“ Hin nítján ára gamla Biles hefur vakið verðskuldaða athygli á Ólympíuleikunum. Vann húnn gull í liðakeppninni, í fjölþraut og stökki auk þess sem að hún fékk brons á jafnvægisslá. Yfirburðir hennar eru fáheyrðir en hún hefur verið í fremstu röð í fimleikaheiminum undanfarin ár og er sigursælasta Bandaríkjakonan í sögu HM með 14 medalíur, þar af 10 gull. Hún var jafnframt fyrsta konan sem vinnur þrjá heimsmeistaratitla í samanlögðum æfingum í röð. Henni hefur mikið verið hrósað og talað um í fjölmiðlum að hún sé næsta Usain Bolt eða Michael Phelps. Biles vill þó ekki hlusta á slíkt tal. „Ég er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles,“ sagði hún í viðtali en Biles er almennt talinn besta fimleikakona sögunnar.Hér að neðan má sjá skemmtilegan heimildaþátt sem ESPN gerði um Simone Biles og leið hennar á toppinn. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminn Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa. 11. ágúst 2016 14:29 Biles kvaddi með fjórða gullinu Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles lauk leik á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sín fjórðu gullverðlaun. 16. ágúst 2016 22:29 Er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles Fimleikastúlkan Simone Biles hefur heldur betur slegið í gegn á ÓL í Ríó. 15. ágúst 2016 13:00 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Ólympíudrottningin magnaða Simone Biles skildi við Ólympíuleikana í Ríó gærkvöldi með því að næla í sín fjórðu gullverðlaun. Hún virðist einnig hafa fengið óvæntan bónusvinning þegar leikarinn Zac Efron mætti á svæðið til þess að koma henni á óvart. Biles, sem hefur átt frábæra Ólympíuleika, hefur greint frá hrifningu sinni á leikaranum og þegar fréttastofa NBC kíkti í heimsókn til hennar fyrir leikana kom í ljós að hún geymdi mannhæðastóra pappamynd af Efron í herbergi sínu. Hafa Efron og Biles skipst á skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem leikarinn hefur hvatt hana til dáða.Sjá einnig: Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminnHann var svo mættur til Ríó í gær eftir að Biles tryggði sér sigur í keppni í fimleikum á gólfi. Þar gaf hann henni koss á kinnina og virtist Biles vera afar ánægð með þetta allt saman ef marka má færslur hennar á samfélagsmiðlum.proof : had to do a retake bc I thought we were taking a picture then he kissed me insteadpic.twitter.com/rld33V14qe— Simone Biles (@Simone_Biles) August 16, 2016 he kissed me on the cheek just letting y'all know @ZacEfron pic.twitter.com/VLyc62DXY7— Simone Biles (@Simone_Biles) August 16, 2016 Surprise!! #Rio2016 #Gold #FinalFive pic.twitter.com/yUswjZeHsa— Zac Efron (@ZacEfron) August 16, 2016 „Ég er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles“ Hin nítján ára gamla Biles hefur vakið verðskuldaða athygli á Ólympíuleikunum. Vann húnn gull í liðakeppninni, í fjölþraut og stökki auk þess sem að hún fékk brons á jafnvægisslá. Yfirburðir hennar eru fáheyrðir en hún hefur verið í fremstu röð í fimleikaheiminum undanfarin ár og er sigursælasta Bandaríkjakonan í sögu HM með 14 medalíur, þar af 10 gull. Hún var jafnframt fyrsta konan sem vinnur þrjá heimsmeistaratitla í samanlögðum æfingum í röð. Henni hefur mikið verið hrósað og talað um í fjölmiðlum að hún sé næsta Usain Bolt eða Michael Phelps. Biles vill þó ekki hlusta á slíkt tal. „Ég er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles,“ sagði hún í viðtali en Biles er almennt talinn besta fimleikakona sögunnar.Hér að neðan má sjá skemmtilegan heimildaþátt sem ESPN gerði um Simone Biles og leið hennar á toppinn.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminn Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa. 11. ágúst 2016 14:29 Biles kvaddi með fjórða gullinu Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles lauk leik á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sín fjórðu gullverðlaun. 16. ágúst 2016 22:29 Er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles Fimleikastúlkan Simone Biles hefur heldur betur slegið í gegn á ÓL í Ríó. 15. ágúst 2016 13:00 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminn Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó til þessa. 11. ágúst 2016 14:29
Biles kvaddi með fjórða gullinu Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles lauk leik á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sín fjórðu gullverðlaun. 16. ágúst 2016 22:29
Er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles Fimleikastúlkan Simone Biles hefur heldur betur slegið í gegn á ÓL í Ríó. 15. ágúst 2016 13:00