100.000 mílur Tesla leigubíls Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 09:30 Tesla Model S leigubíllinn í Quebec. Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent