Kínversk sundkona rýfur þögnina um blæðingar íþróttakvenna Birta Svavarsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 20:03 Fu Yuanhui hefur vakið mikla athygli fyrir ummæli sín um blæðingar. Getty Kínverska sundkonan Fu Yuanhui hefur fengið mikla athygli og lof fyrir að ræða opinskátt um blæðingar íþróttakvenna á Ólympíuleikunum. Í viðtali sem tekið var við hana seinastliðinn sunnudag, eftir að lið hennar lenti í 4. sæti í 4x100 m fjórsundi, sagði hún, „Ég held að ég hafi ekki staðið mitt neitt sérstaklega vel í dag. Mér finnst ég hafa brugðist liðsfélögum mínum.“ Aðspurð um það hvort henni væri nokkuð illt í maganum sagði hún frá því að hún hefði byrjað á blæðingum daginn áður, „þess vegna var ég óvenjulega þreytt, en það er samt engin afsökun.“Fu Yuanhui á verðlaunapalli.GettyViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en aðdáendur Fu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins. „Ég dáist virkilega að Fu Yuanhui fyrir að synda á meðan hún var á blæðingum. Þetta getur haft áhrif á konur, sérstaklega ef þær fá slæma tíðaverki.“ er haft eftir einum aðdáanda hennar á vef BBC. „Þetta er fullkomlega eðlilegt líffræðilegt fyrirbrigði, svo af hverju má ekki tala um það? Fu Yuanhui er frábær!“ sagði annar. Sjá einnig: Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Ummæli Fu hafa líka skapað aukna umræðu um notkun túrtappa í Kína, en aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa. Þá kemur fram í sömu könnun að fjöldi kínverskra kvenna hafa ekki einu sinni heyrt um túrtappa og hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að nota þá. Aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa, samanborið við 42% bandarískra kvenna.GettyHægt er að lesa meira um málið á vef BBC. Aukin umræða um tíðahring kvenna hefur einnig skapast á Íslandi undanfarið, þá sér í lagi á samfélagsmiðlum. Sem dæmi um það mætti nefna myllumerkið #túrvæðingin, sem notendur Twitter hafa notað til að deila upplifun sinni af blæðingum. Þá má einnig nefna Facebook-síðuna Rauði skatturinn sem beitir sér fyrir vitundarvakningu um blæðingar kvenna og aukin útgjöld þeim tengd. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira
Kínverska sundkonan Fu Yuanhui hefur fengið mikla athygli og lof fyrir að ræða opinskátt um blæðingar íþróttakvenna á Ólympíuleikunum. Í viðtali sem tekið var við hana seinastliðinn sunnudag, eftir að lið hennar lenti í 4. sæti í 4x100 m fjórsundi, sagði hún, „Ég held að ég hafi ekki staðið mitt neitt sérstaklega vel í dag. Mér finnst ég hafa brugðist liðsfélögum mínum.“ Aðspurð um það hvort henni væri nokkuð illt í maganum sagði hún frá því að hún hefði byrjað á blæðingum daginn áður, „þess vegna var ég óvenjulega þreytt, en það er samt engin afsökun.“Fu Yuanhui á verðlaunapalli.GettyViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en aðdáendur Fu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins. „Ég dáist virkilega að Fu Yuanhui fyrir að synda á meðan hún var á blæðingum. Þetta getur haft áhrif á konur, sérstaklega ef þær fá slæma tíðaverki.“ er haft eftir einum aðdáanda hennar á vef BBC. „Þetta er fullkomlega eðlilegt líffræðilegt fyrirbrigði, svo af hverju má ekki tala um það? Fu Yuanhui er frábær!“ sagði annar. Sjá einnig: Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Ummæli Fu hafa líka skapað aukna umræðu um notkun túrtappa í Kína, en aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa. Þá kemur fram í sömu könnun að fjöldi kínverskra kvenna hafa ekki einu sinni heyrt um túrtappa og hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að nota þá. Aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa, samanborið við 42% bandarískra kvenna.GettyHægt er að lesa meira um málið á vef BBC. Aukin umræða um tíðahring kvenna hefur einnig skapast á Íslandi undanfarið, þá sér í lagi á samfélagsmiðlum. Sem dæmi um það mætti nefna myllumerkið #túrvæðingin, sem notendur Twitter hafa notað til að deila upplifun sinni af blæðingum. Þá má einnig nefna Facebook-síðuna Rauði skatturinn sem beitir sér fyrir vitundarvakningu um blæðingar kvenna og aukin útgjöld þeim tengd.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira
Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44