10 uppáhaldsbílar Jeremy Clarkson Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 15:09 Háðfuglinn og bílarýnirinn Jeremy Clarkson. Þó svo að Jeremy Clarkson sé ekki einn af þáttastjórnendum Top Gear þáttanna er hann ekki öllum gleymdur, en hann vinnur nú ásamt Richard Hammond og James May að nýjum bílaþáttum sem sýndir verða á Amazon Prime. Jeremy Clarkson er ekki einhamur maður og hann skrifar einnig bíladálk í The Sunday Times í Bretlandi þar sem hann gagnrýnir nýja bíla. Í síðustu grein Clarkson velur hann þó sína tíu uppáhaldsbíla frá þessu og síðast ári. Sá listi gæti furðað suma en aðrir bílar á listanum koma ekki á óvart. Á lista Jeremy Clarkson eru bílarnir Mazda MX-5 Miata, Alfa Romeo 4C Coupe, Mercedes Benz AMG GT S, Ford Focus RS, Ford Mustang Fastback 5,0 V8 GT, Volvo XC90 D5 AWD, Vauxhall Zafira Tourer 1,6 CDTi, BMW M2, Ferrari 488 GTB og Lamborghini Aventador. Þarna eru samankomin mörg hestöfl og margar krónur ef kaupa ætti alla þessa bíla, en sá bíll sem hvað mest kemur á óvart að nær á lista Clarkson er Vauxhall Zafira Tourer bíllinn sem flokkast sem fjölnotabíll, eða strumpastrætó eins og gárungarnir kalla slíka bíla. Þessi bíll er í raun frá Opel en ber nafnið Vauxhall í Bretlandi. Opel Zafira Tourer hlýtur að vera magnaður bíll til að ná á topp 10 lista Clarkson. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent
Þó svo að Jeremy Clarkson sé ekki einn af þáttastjórnendum Top Gear þáttanna er hann ekki öllum gleymdur, en hann vinnur nú ásamt Richard Hammond og James May að nýjum bílaþáttum sem sýndir verða á Amazon Prime. Jeremy Clarkson er ekki einhamur maður og hann skrifar einnig bíladálk í The Sunday Times í Bretlandi þar sem hann gagnrýnir nýja bíla. Í síðustu grein Clarkson velur hann þó sína tíu uppáhaldsbíla frá þessu og síðast ári. Sá listi gæti furðað suma en aðrir bílar á listanum koma ekki á óvart. Á lista Jeremy Clarkson eru bílarnir Mazda MX-5 Miata, Alfa Romeo 4C Coupe, Mercedes Benz AMG GT S, Ford Focus RS, Ford Mustang Fastback 5,0 V8 GT, Volvo XC90 D5 AWD, Vauxhall Zafira Tourer 1,6 CDTi, BMW M2, Ferrari 488 GTB og Lamborghini Aventador. Þarna eru samankomin mörg hestöfl og margar krónur ef kaupa ætti alla þessa bíla, en sá bíll sem hvað mest kemur á óvart að nær á lista Clarkson er Vauxhall Zafira Tourer bíllinn sem flokkast sem fjölnotabíll, eða strumpastrætó eins og gárungarnir kalla slíka bíla. Þessi bíll er í raun frá Opel en ber nafnið Vauxhall í Bretlandi. Opel Zafira Tourer hlýtur að vera magnaður bíll til að ná á topp 10 lista Clarkson.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent