Söluminnkun hjá Volkswagen í júlí Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 09:25 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent
Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent