Veðurstofan hefur gefið út viðvörun en búist er við mikilli rigningu suðaustantil á landinu í dag.
Spáð er strekkings suðaustanátt í dag og fram á morgundaginn en síðan lægir og útlit fyrir hæglætisveður á landinu eftir það.
„Það stefnir í mikið vatnsveður í dag S- og V-til á landinu og búist er við úrhelli einkum á SA-landi og S-til á Austfjörðum og líklega einnig á Bláfjallasvæðinu. Það mun hins vegar ekki falla mikil rigning NA-til.
Það verður mun minni væta á morgun og líklega mun sjást eitthvað til sólar, einkum á N- og A-landi. Það verður síðan ekki mikil úrkoma á landinu þegar kemur fram í vikuna. Það er einnig jákvætt að það verður hlýtt á landinu út vikuna,“ segir á heimasíðu Veðurstofunnar.
Varað við mikilli rigningu á Suðausturlandi í dag
Atli Ísleifsson skrifar
