Leikskólafrí Berglind Pétursdóttir skrifar 15. ágúst 2016 06:00 Nú fer loksins að sjá fyrir endann á þessu sumarrugli. Smyrðu ömmuflatköku og tíndu rifsber hvað ég er tilbúin í þetta haust. Ástæðan? Sumarfrí í leikskólum. Þvílíkt konsept. Þetta hefur lengi verið tabú meðal foreldra en ég er tilbúin að opna á þessa umræðu. Getur einhver vinsamlegast sett mig á forsíðu þar sem ég ræði þetta mál opinskátt, það er einmanalegt hér á baksíðunni? En aftur að efninu. Fimm vikna sumarfrí barna er klárlega rómantísk tilhugsun til að byrja með. Endur á tjörninni, berjamór og samverustundir í sumarbústað. Loksins tími til að verja saman og bæta upp fyrir öll skiptin sem þau hafa verið send í pössun svo við getum farið á Prikið að dansa. Síðan líður fyrsti frídagurinn og allir eru úrvinda. Ég var búin að steingleyma því að syni mínum er drullusama hvort ég er þreytt eða nenni að fara með hann í sund á hverjum degi. Ég neyddist (jamm, neyddist) til að taka sumarfrí í vinnunni á öðrum tíma en fríið var í leikskólanum til þess að fara að horfa á Ísland keppa í íþrótt (HÚH). Þannig að þegar það kom að sumarleyfum leikskólastarfsmanna þurfti ég að endurreisa allar brenndar brýr og innheimta alla greiða sem ég átti hjá vandamönnum, ömmum, fyrrverandi stjúpömmum og ömmusystrum vinkvenna frænkna. Þakka ég hér með öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir. Þegar leikskólinn byrjaði svo loksins aftur skoppaði drengurinn svo hratt í þolinmóðan faðm leikskólakennaranna að ég hef aldrei séð annað eins. Guð blessi þessa kennara. Ég kýs þann flokk sem hækkar laun þessarar stéttar og leggur niður sumarleyfin í leiðinni.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun
Nú fer loksins að sjá fyrir endann á þessu sumarrugli. Smyrðu ömmuflatköku og tíndu rifsber hvað ég er tilbúin í þetta haust. Ástæðan? Sumarfrí í leikskólum. Þvílíkt konsept. Þetta hefur lengi verið tabú meðal foreldra en ég er tilbúin að opna á þessa umræðu. Getur einhver vinsamlegast sett mig á forsíðu þar sem ég ræði þetta mál opinskátt, það er einmanalegt hér á baksíðunni? En aftur að efninu. Fimm vikna sumarfrí barna er klárlega rómantísk tilhugsun til að byrja með. Endur á tjörninni, berjamór og samverustundir í sumarbústað. Loksins tími til að verja saman og bæta upp fyrir öll skiptin sem þau hafa verið send í pössun svo við getum farið á Prikið að dansa. Síðan líður fyrsti frídagurinn og allir eru úrvinda. Ég var búin að steingleyma því að syni mínum er drullusama hvort ég er þreytt eða nenni að fara með hann í sund á hverjum degi. Ég neyddist (jamm, neyddist) til að taka sumarfrí í vinnunni á öðrum tíma en fríið var í leikskólanum til þess að fara að horfa á Ísland keppa í íþrótt (HÚH). Þannig að þegar það kom að sumarleyfum leikskólastarfsmanna þurfti ég að endurreisa allar brenndar brýr og innheimta alla greiða sem ég átti hjá vandamönnum, ömmum, fyrrverandi stjúpömmum og ömmusystrum vinkvenna frænkna. Þakka ég hér með öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir. Þegar leikskólinn byrjaði svo loksins aftur skoppaði drengurinn svo hratt í þolinmóðan faðm leikskólakennaranna að ég hef aldrei séð annað eins. Guð blessi þessa kennara. Ég kýs þann flokk sem hækkar laun þessarar stéttar og leggur niður sumarleyfin í leiðinni.Birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. ágúst 2016
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun