Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. ágúst 2016 14:13 Gunnar Bragi Sveinsson vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi. Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi.
Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50
Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20