Alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 09:00 Eva María býr rétt við Ölfusána. Hún segir gott að æfa frjálsar íþróttir úti á Selfossi. Mynd/Svava Steingrímsdóttir Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir hefur tekið þátt í ótalmörgum íþróttamótum á lífsleiðinni, það sést þegar kíkt er í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi setti hún nýtt Íslandsmet í hástökki þegar hún stökk 1,61 metra. Hún kveðst hafa stundað íþróttir frá því hún var lítil. „Ég byrjaði í frjálsum þegar ég var svona um átta ára aldurinn, en er búin að æfa íþróttir frá því ég var fimm ára, fótbolta og sund. Hef alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig. Er góð aðstaða til æfinga á Selfossi? „Það er góð útiaðstaða fyrir frjálsar en ekki eins góð innanhúss, ég æfi úti á sumrin og í íþróttahúsi á veturna. Er hástökkið þín aðalgrein? Já, ég er auðvitað í öllu en aðallega hástökki. Kom þér á óvart að þú skyldir ná Íslandsmeti á landsmótinu? Já, en ég fór til Gautaborgar í sumar að keppa með félaginu mínu, HSK, og þar stökk ég 1,57, það var minn besti árangur til þess tíma. Þá var ég komin nálægt Íslandsmetinu sem var 1,60 og náði að slá það nú þegar ég bætti mig um fjóra sentimetra. Ég var mjög ánægð með það. Eru mörg mót fram undan núna? Að minnsta kosti bikarmót 15 ára og yngri, það verður í Reykjavík, held ég. Ég býst við að verða þar. Eru einhverjar stúlkur á Selfossi að veita þér samkeppni í hástökki. Ekki kannski á Selfossi en það er ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri, við erum yfirleitt þrjár á palli. Áttu góðar vinkonur í frjálsum. Já, mjög góðar. Þær eru flestar í öðrum greinum og flestar einu ári eldri en ég. Einhver fleiri áhugamál en íþróttirnar? Nei, en ég reyni að leggja mig fram í skólanum, er að byrja í 8. bekk í haust. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016 Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir hefur tekið þátt í ótalmörgum íþróttamótum á lífsleiðinni, það sést þegar kíkt er í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi setti hún nýtt Íslandsmet í hástökki þegar hún stökk 1,61 metra. Hún kveðst hafa stundað íþróttir frá því hún var lítil. „Ég byrjaði í frjálsum þegar ég var svona um átta ára aldurinn, en er búin að æfa íþróttir frá því ég var fimm ára, fótbolta og sund. Hef alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig. Er góð aðstaða til æfinga á Selfossi? „Það er góð útiaðstaða fyrir frjálsar en ekki eins góð innanhúss, ég æfi úti á sumrin og í íþróttahúsi á veturna. Er hástökkið þín aðalgrein? Já, ég er auðvitað í öllu en aðallega hástökki. Kom þér á óvart að þú skyldir ná Íslandsmeti á landsmótinu? Já, en ég fór til Gautaborgar í sumar að keppa með félaginu mínu, HSK, og þar stökk ég 1,57, það var minn besti árangur til þess tíma. Þá var ég komin nálægt Íslandsmetinu sem var 1,60 og náði að slá það nú þegar ég bætti mig um fjóra sentimetra. Ég var mjög ánægð með það. Eru mörg mót fram undan núna? Að minnsta kosti bikarmót 15 ára og yngri, það verður í Reykjavík, held ég. Ég býst við að verða þar. Eru einhverjar stúlkur á Selfossi að veita þér samkeppni í hástökki. Ekki kannski á Selfossi en það er ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri, við erum yfirleitt þrjár á palli. Áttu góðar vinkonur í frjálsum. Já, mjög góðar. Þær eru flestar í öðrum greinum og flestar einu ári eldri en ég. Einhver fleiri áhugamál en íþróttirnar? Nei, en ég reyni að leggja mig fram í skólanum, er að byrja í 8. bekk í haust. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira