Gegndi fornum ábúanda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 08:30 Álfheiður er nýflutt að Galtastöðum í Flóa, þaðan sér hún til æskustöðvanna í Fljótshlíðinni út um glugga vinnustofunnar. „Krókur er gamall burstabær nærri Garðakirkju og þar hefur ekki oft verið haldin myndlistarsýning en bærinn sjálfur er safn og sýning um gamalt alþýðuheimili. Í Króki eru þrjár burstir og ein þeirra fyrir listamann, þar var ég að mála, en ég sýni í hlöðunni.“ Þetta segir listakonan Álfheiður Ólafsdóttir. Hún kveðst hafa verið að mála eitthvað abstrakt þarna í Króki er einn af ábúendum á bænum fyrir meira en öld hafi vitjað hennar og sagt: „Ætlarðu ekki að fara að mála eitthvað sem maður sér hvað er?“ „Ég auðvitað gegndi þessu og fór að mála búsmalann, kýr og kindur sem passa vel þarna inn í hlöðuna hjá gamla. Það er mikill friður sem fylgir þessum bæ og mynd af þessum manni hangir inni í gáfumannastofu, þar sem maður gengur hljóðlega um.“ Álfheiður er menntaður grafískur hönnuður frá Handíða-og myndlistarskólanum en byrjaði að mála 1997 þegar hún hafði orðið fyrir mikilli sorg. „Ég missti tvær stúlkur í röð, önnur fæddist andvana og hin þegar ég var hálfgengin með. Þá fór ég í artþerapíu og hef málað síðan.“ Hún tekur fram að Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari séu með tónleika í Króki alla laugardaga í ágúst klukkan 14 og 16. Þær byrji í fjósinu og láti tónana berast inn í hlöðu gegnum fóðurgöt en komi svo inn í hlöðu. Svo sé safnið sjálft opið á sunnudögum milli klukkan 13 og 17 og sýningin líka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira
„Krókur er gamall burstabær nærri Garðakirkju og þar hefur ekki oft verið haldin myndlistarsýning en bærinn sjálfur er safn og sýning um gamalt alþýðuheimili. Í Króki eru þrjár burstir og ein þeirra fyrir listamann, þar var ég að mála, en ég sýni í hlöðunni.“ Þetta segir listakonan Álfheiður Ólafsdóttir. Hún kveðst hafa verið að mála eitthvað abstrakt þarna í Króki er einn af ábúendum á bænum fyrir meira en öld hafi vitjað hennar og sagt: „Ætlarðu ekki að fara að mála eitthvað sem maður sér hvað er?“ „Ég auðvitað gegndi þessu og fór að mála búsmalann, kýr og kindur sem passa vel þarna inn í hlöðuna hjá gamla. Það er mikill friður sem fylgir þessum bæ og mynd af þessum manni hangir inni í gáfumannastofu, þar sem maður gengur hljóðlega um.“ Álfheiður er menntaður grafískur hönnuður frá Handíða-og myndlistarskólanum en byrjaði að mála 1997 þegar hún hafði orðið fyrir mikilli sorg. „Ég missti tvær stúlkur í röð, önnur fæddist andvana og hin þegar ég var hálfgengin með. Þá fór ég í artþerapíu og hef málað síðan.“ Hún tekur fram að Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari séu með tónleika í Króki alla laugardaga í ágúst klukkan 14 og 16. Þær byrji í fjósinu og láti tónana berast inn í hlöðu gegnum fóðurgöt en komi svo inn í hlöðu. Svo sé safnið sjálft opið á sunnudögum milli klukkan 13 og 17 og sýningin líka. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira