Kanada óttast endalok bílasmíði GM í landinu Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2016 08:56 Úr verksmiðju General Motors í Oshawa í Kanada. Kanadamenn óttast að einu verksmiðju General Motors í landinu, í Oshawa í Ontario fylki, verði lokað bráðlega þar sem hætt verður smíði flestra þerra bílgerða sem þar eru smíðaðar. Það eru bílgerðirnar Buick Regal, Cadillac XTS, Chevrolet Equinox og Chevrolet Impala, en auk þess er Chevrolet Camaro smíðaður þar líka. Ekki stendur til að hætta smíði hans en smíði hans gæti hæglega verið flutt annað vegna endaloka smíði hinna bílanna. Verkalýðsfélag starfsmanna í verksmiðjunni fundar nú stíft með GM um afdrif verksmiðjunnar og vilja þau fá svör, helst jákvæð um áframhaldandi starfsemi hennar. Framtíð hennar er aðeins tryggð út árið 2018, eða í ríflega tvö ár. Mjög mikið ber á milli krafna verkalýðsfélagsins og yfirmanna GM. Verkalýðsfélagið hefur minnt GM á að bæði kanadíska ríkið og Ontario fylki hafi stutt við GM er það riðaði til falls í kreppunni 2008 og 2009 með 10,8 milljarða dollara framlagi. Slíkt framlag hafi ekki komið frá Mexíkó en GM hefur í stórum mæli verið að flytja smíði bíla sinna þangað. Því sé komið að ákveðnum skuldadögum til handa kanadískum bíliðnaði og starfsmönnum iðnaðarins þar. Mikill og góður hagnaður hefur verið af verksmiðjunni í Oshawa og á það bendir verkalýðsfélagið líka, en 6.600 manns starfa í henni. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Kanadamenn óttast að einu verksmiðju General Motors í landinu, í Oshawa í Ontario fylki, verði lokað bráðlega þar sem hætt verður smíði flestra þerra bílgerða sem þar eru smíðaðar. Það eru bílgerðirnar Buick Regal, Cadillac XTS, Chevrolet Equinox og Chevrolet Impala, en auk þess er Chevrolet Camaro smíðaður þar líka. Ekki stendur til að hætta smíði hans en smíði hans gæti hæglega verið flutt annað vegna endaloka smíði hinna bílanna. Verkalýðsfélag starfsmanna í verksmiðjunni fundar nú stíft með GM um afdrif verksmiðjunnar og vilja þau fá svör, helst jákvæð um áframhaldandi starfsemi hennar. Framtíð hennar er aðeins tryggð út árið 2018, eða í ríflega tvö ár. Mjög mikið ber á milli krafna verkalýðsfélagsins og yfirmanna GM. Verkalýðsfélagið hefur minnt GM á að bæði kanadíska ríkið og Ontario fylki hafi stutt við GM er það riðaði til falls í kreppunni 2008 og 2009 með 10,8 milljarða dollara framlagi. Slíkt framlag hafi ekki komið frá Mexíkó en GM hefur í stórum mæli verið að flytja smíði bíla sinna þangað. Því sé komið að ákveðnum skuldadögum til handa kanadískum bíliðnaði og starfsmönnum iðnaðarins þar. Mikill og góður hagnaður hefur verið af verksmiðjunni í Oshawa og á það bendir verkalýðsfélagið líka, en 6.600 manns starfa í henni.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent