Öflugasta mótorhjól landsins Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 09:09 Kawasaki H2 hjólið verður til sýnis í dag í Nitro. Fyrsta eintakið af hinu forþjöppuvædda 210 hestafla Kawasaki H2 er komið í salinn hjá mótorhjólaversluninni Nítró og verður til sýnis þar í dag, fimmtudaginn 11. ágúst og aðeins þann dag áður en það fer til nýs eiganda síns. Kemur þetta fram á billinn.is Kawasaki H2 mótorhjólið hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir aflið og forþjöppuna heldur einnig loftflæðiútlitið og margþátta silfurlitinn sem á því er og sést í fyrsta skipti á framleiðslumótorhjóli. Meðal annars er glersalli í glærunni til að ná fram sindrandi útliti sem aðeins er hægt að njóta með eigin augum. Þeir sem vilja koma í Nítró og berja dýrðina augum geta gert það en munið, ekki snerta! Mótorhjólaverslunin Nitro er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Fyrsta eintakið af hinu forþjöppuvædda 210 hestafla Kawasaki H2 er komið í salinn hjá mótorhjólaversluninni Nítró og verður til sýnis þar í dag, fimmtudaginn 11. ágúst og aðeins þann dag áður en það fer til nýs eiganda síns. Kemur þetta fram á billinn.is Kawasaki H2 mótorhjólið hefur vakið mikla athygli, ekki aðeins fyrir aflið og forþjöppuna heldur einnig loftflæðiútlitið og margþátta silfurlitinn sem á því er og sést í fyrsta skipti á framleiðslumótorhjóli. Meðal annars er glersalli í glærunni til að ná fram sindrandi útliti sem aðeins er hægt að njóta með eigin augum. Þeir sem vilja koma í Nítró og berja dýrðina augum geta gert það en munið, ekki snerta! Mótorhjólaverslunin Nitro er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent