Fer sjálfur með öll hlutverk í sýningunni Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 10:00 Bragi fer með tíu hlutverk í eigin sýningu. Mynd / Bragi „Þetta verður mikill hasar og það er mikilvægt að hvíla sig vel til að halda orkunni í hámarki út alla sýninguna,“ segir Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, en hann kemur til með að flytja söngleikinn Barry and his guitar í Tjarnarbíói næstkomandi laugardag. „Barry and his guitar er söngleikur á ensku sem segir frá feimnum en viðkunnanlegum ungum draumóramanni sem vinnur á kaffihúsi í London og syngur og spilar á gítar. „Þetta er grínævintýri sem er innblásið af dvölinni í London. Þar lærði ég og vann við leiklist og er bara nýfluttur heim,“ segir Bragi en sýningin var frumsýnd í leikhúsinu Hen and Chickens í London árið 2013. Sjálfur fer Bragi með öll hlutverkin í sýningunni, en hann hefur ferðast með sýninguna víða og meðal annars komið við á hinni frægu Edinborgarhátíð Fringe, í Mengi og á einleikjahátíðinni Act Alone. „Sýningin hefur verið að fá mjög góðar undirtektir og þar sem miklu færri komust að en vildu á sýningar í Mengi langaði mig að bæta við einni aukasýningu á flottu leiksviði Tjarnarbíós,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Bragi útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2010 og hefur verið að vinna við kvikmyndir, leikhús og uppistand. „Mér finnst gaman að skemmta fólki og fá það til að hlæja. Á meðal fyrri sýninga sem ég hef sett upp er uppistandssýningin Euromen sem var sýnd í Museum of Comedy í London. Þar var uppistandi blandað við tónlist og dans,“ segir Bragi sem bendir á að söngleikurinn hans sé eins konar uppistand. En ætli Bretar tengi öðruvísi við sýninguna en Íslendingar? „Í Bretlandi sjá þeir skandinavískan mann með breskan húmor á meðan Íslendingar kynnast breskum húmor og upplifun Íslendings á daglegu lífi þar í landi,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að uppáhaldspersónan sín af þeim tíu sem hann leikur í verkinu sé Barry sjálfur, einfaldlega vegna þess að hann er einlægastur. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta verður mikill hasar og það er mikilvægt að hvíla sig vel til að halda orkunni í hámarki út alla sýninguna,“ segir Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, en hann kemur til með að flytja söngleikinn Barry and his guitar í Tjarnarbíói næstkomandi laugardag. „Barry and his guitar er söngleikur á ensku sem segir frá feimnum en viðkunnanlegum ungum draumóramanni sem vinnur á kaffihúsi í London og syngur og spilar á gítar. „Þetta er grínævintýri sem er innblásið af dvölinni í London. Þar lærði ég og vann við leiklist og er bara nýfluttur heim,“ segir Bragi en sýningin var frumsýnd í leikhúsinu Hen and Chickens í London árið 2013. Sjálfur fer Bragi með öll hlutverkin í sýningunni, en hann hefur ferðast með sýninguna víða og meðal annars komið við á hinni frægu Edinborgarhátíð Fringe, í Mengi og á einleikjahátíðinni Act Alone. „Sýningin hefur verið að fá mjög góðar undirtektir og þar sem miklu færri komust að en vildu á sýningar í Mengi langaði mig að bæta við einni aukasýningu á flottu leiksviði Tjarnarbíós,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Bragi útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2010 og hefur verið að vinna við kvikmyndir, leikhús og uppistand. „Mér finnst gaman að skemmta fólki og fá það til að hlæja. Á meðal fyrri sýninga sem ég hef sett upp er uppistandssýningin Euromen sem var sýnd í Museum of Comedy í London. Þar var uppistandi blandað við tónlist og dans,“ segir Bragi sem bendir á að söngleikurinn hans sé eins konar uppistand. En ætli Bretar tengi öðruvísi við sýninguna en Íslendingar? „Í Bretlandi sjá þeir skandinavískan mann með breskan húmor á meðan Íslendingar kynnast breskum húmor og upplifun Íslendings á daglegu lífi þar í landi,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að uppáhaldspersónan sín af þeim tíu sem hann leikur í verkinu sé Barry sjálfur, einfaldlega vegna þess að hann er einlægastur.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira