Sparaksturskeppnin fer fram í dag Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 13:26 Frá ræsingu bílanna í morgun. Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram í dag, föstudaginn 26. ágúst. Hún hófst kl 9.00 þegar þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson ræsti fyrsta keppnisbílinn af þeim 19 sem þátt taka í þetta skiptið. Keppnisleiðin er þjóðvegur nr. 1 frá Reykjavík, um Hvalfjarðargöng til Akureyrar, samtals rúmlega 380 kílómetra löng. Markmiðið er að komast keppnisleiðina á sem minnstu eldsneytismagni. Samkvæmt reglum keppninnar eru ökumönnum settar þær skorður að aksturinn skuli að öllu leyti vera innan ramma umferðarlaga og -reglna. Keppendur eru í upphafi ferðar áminntir um að virða þau hámarkshraðamörk sem í gildi eru á allri keppnisleiðinni, sem og aðrar umferðarreglur, aka í takti við aðra umferð og gæta þess að trufla ekki né tefja aðra vegfarendur, t.d. með of hægum eða of hröðum akstri. Þess er á sama hátt vænst að aðrir vegfarendur á keppnisleiðinni sýni keppendum tillitssemi. Vel verður fylgst með akstrinum og eru keppnisbílarnir útbúnir með Arctic Track staðsetningartækjum sem skrá allar hreyfingar hvers keppnisbíls. Hver sem er getur fylgst með akstrinum og framvindu keppninnar í beinni útsendingu á Netinu. Sérstakur linkur inn á þessa beinu útsendingu verður af heimasíðu FÍB, www.fib.is og er hann nú virkur. Búast má við að fyrstu keppnisbílar aki í mark á Glerártorgi á Akureyri upp úr kl. 14.00 í dag, föstudag og að keppni ljúki og úrslit liggi fyrir um kl. 16.00 ef ekkert óvænt gerist. Það má því búast við því að fyrstu bílarnir séu nú að nálgast Akureyri. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fer fram í dag, föstudaginn 26. ágúst. Hún hófst kl 9.00 þegar þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson ræsti fyrsta keppnisbílinn af þeim 19 sem þátt taka í þetta skiptið. Keppnisleiðin er þjóðvegur nr. 1 frá Reykjavík, um Hvalfjarðargöng til Akureyrar, samtals rúmlega 380 kílómetra löng. Markmiðið er að komast keppnisleiðina á sem minnstu eldsneytismagni. Samkvæmt reglum keppninnar eru ökumönnum settar þær skorður að aksturinn skuli að öllu leyti vera innan ramma umferðarlaga og -reglna. Keppendur eru í upphafi ferðar áminntir um að virða þau hámarkshraðamörk sem í gildi eru á allri keppnisleiðinni, sem og aðrar umferðarreglur, aka í takti við aðra umferð og gæta þess að trufla ekki né tefja aðra vegfarendur, t.d. með of hægum eða of hröðum akstri. Þess er á sama hátt vænst að aðrir vegfarendur á keppnisleiðinni sýni keppendum tillitssemi. Vel verður fylgst með akstrinum og eru keppnisbílarnir útbúnir með Arctic Track staðsetningartækjum sem skrá allar hreyfingar hvers keppnisbíls. Hver sem er getur fylgst með akstrinum og framvindu keppninnar í beinni útsendingu á Netinu. Sérstakur linkur inn á þessa beinu útsendingu verður af heimasíðu FÍB, www.fib.is og er hann nú virkur. Búast má við að fyrstu keppnisbílar aki í mark á Glerártorgi á Akureyri upp úr kl. 14.00 í dag, föstudag og að keppni ljúki og úrslit liggi fyrir um kl. 16.00 ef ekkert óvænt gerist. Það má því búast við því að fyrstu bílarnir séu nú að nálgast Akureyri.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent