Með menningarhús í hlöðu í bakgarðinum Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 26. ágúst 2016 13:00 Skúli og Hilda fyrir framan Hlöðuna. Auðunn Níelsson Þau Skúli Gautason og Þórhildur Örvarsdóttir hafa lengi verið áberandi í menningarlífinu og þá sérstaklega norðan heiða. Margir þekkja Skúla sem leikara, leikstjóra og tónlistarmann en hann hefur einnig starfað sem menningar- og viðburðastjóri, meðal annars hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Í dag starfar hann hjá hvalaskoðuninni Ambassador. Þórhildur, sem oftast er kölluð Hilda, hóf snemma feril sem söngkona og hefur komið víða við í þeim efnum. Hún hefur kennt söng og raddþjálfun í Listaháskóla Íslands, Kvikmyndaskóla Íslands, Tónlistarskóla FÍH, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu og Tónlistarskóla Akureyrar þar sem hún starfar í dag.Hrifin af dönsku samfélagi Hjónaleysin Hilda og Skúli hafa búið meira og minna á Akureyri síðan árið 2000 þegar þau keyptu sér og gerðu upp býlið Litla-Garð, sem stendur í útjaðri bæjarins. „Hilda er fædd og uppalin á Akureyri en ég kom hingað til að leika hjá Leikfélagi Akureyrar eftir að ég útskrifaðist. Mér líkaði svo vel hér að ég hef mestmegnis verið hér síðan,“ segir Skúli brosandi. „Annars lögðumst við í dulítið flakk, fluttum til Danmerkur á meðan Hilda var í söngnámi í Kaupmannahöfn. Það var gott að dvelja þar í tæp þrjú ár. Okkur fannst danskt samfélag að mörgu leyti eðlilegra en hér heima. Fólk er meira að passa hvert upp á annað. Danir borga skattana sína glaðir, því þeim er það fullljóst að þeir peningar fara í uppbyggingu í þágu fólksins sjálfs. Okkur Íslendingum finnst að greiddur skattur sé glatað fé. Í þessu liggur stóri munurinn á milli þessara þjóða.“ Skúli fékk síðan starf á Höfuðborgarstofu, stjórnaði meðal annars Menningarnótt í nokkur ár, en Akureyri togaði alltaf í fjölskylduna enda átti hún hús þar.Dramatísk byrjun Þegar þau Skúli og Hilda keyptu Litla-Garð var hann í niðurníðslu og þurftu þau að taka allt húsið í gegn. Búskapur þeirra þar hófst reyndar með fremur dramatískum hætti. „Við bjuggum þá í Reykjavík, en skruppum norður eina helgi til að kíkja á nýja húsið okkar sem við ætluðum að flytja inn í þegar við værum búin að gera það upp. Þá vorum við vakin með símtali. Það var lögreglan i Reykjavík að segja okkur að íbúðin okkar í Reykjavík hefði brunnið um nóttina og búslóðin væri nánast öll ónýt. Þar með vorum við skyndilega flutt norður og kom sér vel að í Litla-Garði var ýmislegt gamalt dót, ósamstæðir diskar og hnífapör og slíkt, sem við gátum notað til að byrja með, því okkur vantaði í rauninni allt til alls. Við komumst að því þá að við áttum góða vini og fengum víða aðstoð.“ Í Litla-Garði var áður rekin hestaleiga en hesthúsin voru orðin ósköp þreytt svo þau voru rifin en parið sá mikla möguleika í hlöðunni. „Við breyttum henni í lítið menningarhús, smíðuðum svið, settum upp ljósakerfi og hljóðkerfi og allt sem við á,“ útskýrir Hilda og bætir við að þau hafi haldið nokkra menningarviðburði í hlöðunni, tónleika, einleiki, fyrirlestra og fleira. „Við höfum til dæmis lesið Passíusálmana um páskana og þarna höldum við okkar jól. Þá kemur stórfjölskyldan og fjölgar stöðugt í henni. Hlaðan kemur mjög skemmtilega út, þar er afskaplega góður hljómburður og góður andi í húsinu, enda er gott að dunda sér þar á kvöldin og hlusta á gamlar vínylplötur, einhverja stórskrítna tónlist sem krakkarnir hrista hausinn yfir,“ segir Skúli léttur í bragði.Í jólaskapi í júlí Það er nóg að gera hjá parinu þessa dagana því Skúli vinnur, eins og áður hefur komið fram, hjá hvalaskoðunarfyrirtæki og þar er mjög mikið að gera yfir sumarið. Hilda er á kafi í upptökum á nýrri plötu auk þess að vera að syngja úti um allt og kenna söng. „Ég er að vinna að jólaplötu sem á eru íslensk og norræn jólalög sem eru færð í nýjan búning,“ lýsir hún. Hilda hefur fengið afburða hljómlistarmenn til samstarfs, meðal annars Atla Örvarsson bróður sinn, Eyþór Inga Jónsson orgelleikara, Einar Scheving slagverksleikara og þungavigtarmann í upptökum, Steve McLaughlin, sem hefur meðal annars unnið með Pink Floyd og Peter Gabriel. „Platan á að koma út í október og það sem búið er að gera lofar góðu. Það er samt svolítið skrítið að vera komin í svona mikið jólaskap um hásumar,“ segir Hilda og hlær.Skúli og Hilda inni í Hlöðunni sem er menningarhús í garðinum hjá þeim þar sem fram hafa farið margir menningarviðburðir. MYND/AUÐUNN NÍELSSONLíf í G-lykli Tónlistin spilar afar stóra rullu hjá Hildu og eins og Skúli orðar það svo skemmtilega þá er líf hennar allt í G-lykli. Hilda hefur sungið inn á fjölmargar erlendar kvikmyndir, til dæmis The Eagle, Mortal Instruments, 300: Rise of an Empire og Man of Steel. Í þessum efnum hefur hún aðallega sungið tónlist eftir Atla bróður sinn sem hefur lengi samið og útsett kvikmyndatónlist. „Samstarfið við Atla bróður minn hefur verið einstaklega gott og gjöfult. Ég söng sennilega inn á fyrstu myndina hans í kringum 2005 og síðan eru þær orðnar hátt í fimmtán talsins. Atli er náttúrlega einstaklega hæfileikaríkt tónskáld og svo hefur hann alveg sérstakt lag á að skrifa línur sem henta mér fullkomlega.“ Bíómyndirnar eru þó ekki eini samstarfsvettvangur systkinanna því upp úr einu kvikmyndaverkefninu spratt hljómsveitin Torrek sem er skipuð þeim Atla og tveimur írskum bræðrum.Hættir að kasta sjónvörpum Skúli hefur einnig verið nokkuð fyrirferðarmikill á tónlistarsviðinu en hann er meðal annars söngvari Sniglabandsins og einn stofnenda þess. Hann segir Sniglabandið vera býsna sprækt enn þá. „Hljómsveitin fagnaði þrjátíu ára starfsafmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg síðasta haust og gaf út plötuna Íslenskar sálarrannsóknir. Við höfum verið að spila hér og þar um landið í sumar, meðal annars á Græna hattinum hér á Akureyri. Það var mál manna þar að hljómsveitin hefði aldrei verið betri og ég er ekki frá því að það sé rétt, allavega skemmtum við okkur konunglega. Við erum mikið til hættir að henda sjónvörpum út um glugga og hlaupa naktir eftir þjóðvegi 1, en spilagleðin hefur aldrei verið meiri,“ segir Skúli kíminn.Gott að búa á Akureyri Þeim Skúla og Hildu þykir gott að búa á Akureyri og segja það engar ýkjur að það sé óvíða veðursælla en einmitt þar. „Mannlífið er fallegt og gott og það eru ekki margir átján þúsund manna bæir í heiminum sem státa af jafn öflugu menningarlífi og er á Akureyri, með atvinnuleikhúsi, sinfóníuhljómsveit, mörgum frábærum veitingastöðum og listasafni í heimsklassa,“ lýsir Skúli. Þau Hilda og Skúli ætla að sjálfsögðu að taka virkan þátt í bæjarhátíðinni Akureyrarvöku sem fram fer um helgina. Hilda mun syngja með Kammerkórnum Hymnodiu á opnunarathöfn hátíðarinnar í Lystigarðinum í kvöld og á morgun verður í Hlöðunni hjá þeim viðburður á vegum AkureyrarAkademíunnar sem kallast Samtal við hamingjuna þar sem Edda Björgvins og Gunnar Hersveinn ræða hamingjuna frá ýmsum hliðum. „Við munum svo að sjálfsögðu fara í bæinn og kíkja á hina ýmsu viðburði, reka til dæmis inn nefið í Kartöflugeymsluna og skoða ljósmyndasýningu Helgu Kvam, í Listagilinu er urmull viðburða og sýninga sem við munum örugglega staldra við og svo auðvitað tónleikar í Gilinu annað kvöld sem setja punktinn yfir i-ið,“ segja þessi samhentu hjón glöð í bragði. Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þau Skúli Gautason og Þórhildur Örvarsdóttir hafa lengi verið áberandi í menningarlífinu og þá sérstaklega norðan heiða. Margir þekkja Skúla sem leikara, leikstjóra og tónlistarmann en hann hefur einnig starfað sem menningar- og viðburðastjóri, meðal annars hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Í dag starfar hann hjá hvalaskoðuninni Ambassador. Þórhildur, sem oftast er kölluð Hilda, hóf snemma feril sem söngkona og hefur komið víða við í þeim efnum. Hún hefur kennt söng og raddþjálfun í Listaháskóla Íslands, Kvikmyndaskóla Íslands, Tónlistarskóla FÍH, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Borgarleikhúsinu og Tónlistarskóla Akureyrar þar sem hún starfar í dag.Hrifin af dönsku samfélagi Hjónaleysin Hilda og Skúli hafa búið meira og minna á Akureyri síðan árið 2000 þegar þau keyptu sér og gerðu upp býlið Litla-Garð, sem stendur í útjaðri bæjarins. „Hilda er fædd og uppalin á Akureyri en ég kom hingað til að leika hjá Leikfélagi Akureyrar eftir að ég útskrifaðist. Mér líkaði svo vel hér að ég hef mestmegnis verið hér síðan,“ segir Skúli brosandi. „Annars lögðumst við í dulítið flakk, fluttum til Danmerkur á meðan Hilda var í söngnámi í Kaupmannahöfn. Það var gott að dvelja þar í tæp þrjú ár. Okkur fannst danskt samfélag að mörgu leyti eðlilegra en hér heima. Fólk er meira að passa hvert upp á annað. Danir borga skattana sína glaðir, því þeim er það fullljóst að þeir peningar fara í uppbyggingu í þágu fólksins sjálfs. Okkur Íslendingum finnst að greiddur skattur sé glatað fé. Í þessu liggur stóri munurinn á milli þessara þjóða.“ Skúli fékk síðan starf á Höfuðborgarstofu, stjórnaði meðal annars Menningarnótt í nokkur ár, en Akureyri togaði alltaf í fjölskylduna enda átti hún hús þar.Dramatísk byrjun Þegar þau Skúli og Hilda keyptu Litla-Garð var hann í niðurníðslu og þurftu þau að taka allt húsið í gegn. Búskapur þeirra þar hófst reyndar með fremur dramatískum hætti. „Við bjuggum þá í Reykjavík, en skruppum norður eina helgi til að kíkja á nýja húsið okkar sem við ætluðum að flytja inn í þegar við værum búin að gera það upp. Þá vorum við vakin með símtali. Það var lögreglan i Reykjavík að segja okkur að íbúðin okkar í Reykjavík hefði brunnið um nóttina og búslóðin væri nánast öll ónýt. Þar með vorum við skyndilega flutt norður og kom sér vel að í Litla-Garði var ýmislegt gamalt dót, ósamstæðir diskar og hnífapör og slíkt, sem við gátum notað til að byrja með, því okkur vantaði í rauninni allt til alls. Við komumst að því þá að við áttum góða vini og fengum víða aðstoð.“ Í Litla-Garði var áður rekin hestaleiga en hesthúsin voru orðin ósköp þreytt svo þau voru rifin en parið sá mikla möguleika í hlöðunni. „Við breyttum henni í lítið menningarhús, smíðuðum svið, settum upp ljósakerfi og hljóðkerfi og allt sem við á,“ útskýrir Hilda og bætir við að þau hafi haldið nokkra menningarviðburði í hlöðunni, tónleika, einleiki, fyrirlestra og fleira. „Við höfum til dæmis lesið Passíusálmana um páskana og þarna höldum við okkar jól. Þá kemur stórfjölskyldan og fjölgar stöðugt í henni. Hlaðan kemur mjög skemmtilega út, þar er afskaplega góður hljómburður og góður andi í húsinu, enda er gott að dunda sér þar á kvöldin og hlusta á gamlar vínylplötur, einhverja stórskrítna tónlist sem krakkarnir hrista hausinn yfir,“ segir Skúli léttur í bragði.Í jólaskapi í júlí Það er nóg að gera hjá parinu þessa dagana því Skúli vinnur, eins og áður hefur komið fram, hjá hvalaskoðunarfyrirtæki og þar er mjög mikið að gera yfir sumarið. Hilda er á kafi í upptökum á nýrri plötu auk þess að vera að syngja úti um allt og kenna söng. „Ég er að vinna að jólaplötu sem á eru íslensk og norræn jólalög sem eru færð í nýjan búning,“ lýsir hún. Hilda hefur fengið afburða hljómlistarmenn til samstarfs, meðal annars Atla Örvarsson bróður sinn, Eyþór Inga Jónsson orgelleikara, Einar Scheving slagverksleikara og þungavigtarmann í upptökum, Steve McLaughlin, sem hefur meðal annars unnið með Pink Floyd og Peter Gabriel. „Platan á að koma út í október og það sem búið er að gera lofar góðu. Það er samt svolítið skrítið að vera komin í svona mikið jólaskap um hásumar,“ segir Hilda og hlær.Skúli og Hilda inni í Hlöðunni sem er menningarhús í garðinum hjá þeim þar sem fram hafa farið margir menningarviðburðir. MYND/AUÐUNN NÍELSSONLíf í G-lykli Tónlistin spilar afar stóra rullu hjá Hildu og eins og Skúli orðar það svo skemmtilega þá er líf hennar allt í G-lykli. Hilda hefur sungið inn á fjölmargar erlendar kvikmyndir, til dæmis The Eagle, Mortal Instruments, 300: Rise of an Empire og Man of Steel. Í þessum efnum hefur hún aðallega sungið tónlist eftir Atla bróður sinn sem hefur lengi samið og útsett kvikmyndatónlist. „Samstarfið við Atla bróður minn hefur verið einstaklega gott og gjöfult. Ég söng sennilega inn á fyrstu myndina hans í kringum 2005 og síðan eru þær orðnar hátt í fimmtán talsins. Atli er náttúrlega einstaklega hæfileikaríkt tónskáld og svo hefur hann alveg sérstakt lag á að skrifa línur sem henta mér fullkomlega.“ Bíómyndirnar eru þó ekki eini samstarfsvettvangur systkinanna því upp úr einu kvikmyndaverkefninu spratt hljómsveitin Torrek sem er skipuð þeim Atla og tveimur írskum bræðrum.Hættir að kasta sjónvörpum Skúli hefur einnig verið nokkuð fyrirferðarmikill á tónlistarsviðinu en hann er meðal annars söngvari Sniglabandsins og einn stofnenda þess. Hann segir Sniglabandið vera býsna sprækt enn þá. „Hljómsveitin fagnaði þrjátíu ára starfsafmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg síðasta haust og gaf út plötuna Íslenskar sálarrannsóknir. Við höfum verið að spila hér og þar um landið í sumar, meðal annars á Græna hattinum hér á Akureyri. Það var mál manna þar að hljómsveitin hefði aldrei verið betri og ég er ekki frá því að það sé rétt, allavega skemmtum við okkur konunglega. Við erum mikið til hættir að henda sjónvörpum út um glugga og hlaupa naktir eftir þjóðvegi 1, en spilagleðin hefur aldrei verið meiri,“ segir Skúli kíminn.Gott að búa á Akureyri Þeim Skúla og Hildu þykir gott að búa á Akureyri og segja það engar ýkjur að það sé óvíða veðursælla en einmitt þar. „Mannlífið er fallegt og gott og það eru ekki margir átján þúsund manna bæir í heiminum sem státa af jafn öflugu menningarlífi og er á Akureyri, með atvinnuleikhúsi, sinfóníuhljómsveit, mörgum frábærum veitingastöðum og listasafni í heimsklassa,“ lýsir Skúli. Þau Hilda og Skúli ætla að sjálfsögðu að taka virkan þátt í bæjarhátíðinni Akureyrarvöku sem fram fer um helgina. Hilda mun syngja með Kammerkórnum Hymnodiu á opnunarathöfn hátíðarinnar í Lystigarðinum í kvöld og á morgun verður í Hlöðunni hjá þeim viðburður á vegum AkureyrarAkademíunnar sem kallast Samtal við hamingjuna þar sem Edda Björgvins og Gunnar Hersveinn ræða hamingjuna frá ýmsum hliðum. „Við munum svo að sjálfsögðu fara í bæinn og kíkja á hina ýmsu viðburði, reka til dæmis inn nefið í Kartöflugeymsluna og skoða ljósmyndasýningu Helgu Kvam, í Listagilinu er urmull viðburða og sýninga sem við munum örugglega staldra við og svo auðvitað tónleikar í Gilinu annað kvöld sem setja punktinn yfir i-ið,“ segja þessi samhentu hjón glöð í bragði.
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira