Partur af því að vera til Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 "Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig,“ segir afmælisbarn dagsins, Bragi Valdimar. Vísir/Hanna „Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira