Gæsaveiðin fer rólega af stað Karl Lúðvíksson skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og að venju var kominn mikill hugur í skyttur landsins sem hópuðust á hálendi og akra landsins. Flestar skyttur leggja mesta áherslu á að skjóta heiðagæs fyrstu 2-3 vikurnar enda þykir hún betri til bragðsins heldur en grágæsin og sérstaklega á þeim tíma sem berin eru um allt. Heiðagæsin treður sig út af berjum sem gerir það að verkum að það er mun meiri villibráðarbragð af henni en gæs sem er mest í grasi og korni. Það hefur þó verið heldur róleg byrjun miðað við það sem við heyrum frá skyttum sem Veiðivísir hefur verið í sambandi við og þá sérstaklega á vesturlandi þar sem sólin skín alla daga og það gerir veiðina heldur erfiða. Það er þó eitthvað kropp og sumir hóparnir hafa gert ágæta morgna með kannski fjórar til fimm gæsir á byssu en það heyrir þó til undantekninga. Gæsaveiðimenn sem og laxveiðimenn bíða eftir haustlægðunum sem hækkar vatnið í ánum og gerir alla fyrirsát fyrir gæs mun auðveldari en draumaveður skyttunnar er að fá frekar dimma og skýjaða morgna með hressilegum stýrivind til að fá fuglinn betur niður í gervigæsirnar. Í langtíma veðurspá er spáð besta veðrinu til gæsaveiða á norðausturlandi næstu daga. Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði
Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og að venju var kominn mikill hugur í skyttur landsins sem hópuðust á hálendi og akra landsins. Flestar skyttur leggja mesta áherslu á að skjóta heiðagæs fyrstu 2-3 vikurnar enda þykir hún betri til bragðsins heldur en grágæsin og sérstaklega á þeim tíma sem berin eru um allt. Heiðagæsin treður sig út af berjum sem gerir það að verkum að það er mun meiri villibráðarbragð af henni en gæs sem er mest í grasi og korni. Það hefur þó verið heldur róleg byrjun miðað við það sem við heyrum frá skyttum sem Veiðivísir hefur verið í sambandi við og þá sérstaklega á vesturlandi þar sem sólin skín alla daga og það gerir veiðina heldur erfiða. Það er þó eitthvað kropp og sumir hóparnir hafa gert ágæta morgna með kannski fjórar til fimm gæsir á byssu en það heyrir þó til undantekninga. Gæsaveiðimenn sem og laxveiðimenn bíða eftir haustlægðunum sem hækkar vatnið í ánum og gerir alla fyrirsát fyrir gæs mun auðveldari en draumaveður skyttunnar er að fá frekar dimma og skýjaða morgna með hressilegum stýrivind til að fá fuglinn betur niður í gervigæsirnar. Í langtíma veðurspá er spáð besta veðrinu til gæsaveiða á norðausturlandi næstu daga.
Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði