Hér er bæði skákmót og fagnaðarfundur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2016 08:15 "Ég hef bara verið verkfæri í höndum Hlyns Þórs Magnússonar við að láta þetta gerast,“ segir Hrafn um Skákmótið á Reykhólum. Vísir/Ernir Þetta er bæði skákmót og fagnaðarfundur til að heiðra minningu Birnu Norðdahl, sem var brautryðjandi í þátttöku kvenna í skák,“ segir Hrafn Jökulsson um viðburð á Reykhólum sem hefst klukkan 14 í dag. Skákmótið er haldið í íþróttahúsinu, viðbyggingu við skólann, og Hrafn segir það glæsilegan mótsstað. „Við eigum von á mörgum gestum og heimamönnum, enda allir velkomnir, hvort sem þeir tefla eða ekki. Þetta verður ábyggilega í fyrsta skipti í skáksögunni sem verðlaun í kvennaflokki verða hærri en karla. Það hefur hingað til verið á hinn veginn.“ Hrafn segir kvennalandsliðið mæta í heild sinni, ein úr hópnum, Guðlaug Þorsteinsdóttir, hafi verið þar samtímis Birnu. „Önnur skákdrottning sem var í landsliðinu með Birnu, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, er hér líka. Þær tvær voru í brautryðjendahópnum sem Birna setti á laggirnar og sá til þess að Íslendingar sendu kvennasveit á Ólympíumót í fyrsta skipti 1978, þær tvær tefldu á slíkum mótum 1978 og 80. Svo eru stúlkur í liðinu núna sem voru ekki fæddar þegar ævintýrið í íslenskri kvennaskák byrjaði.“ Valinkunnir karlkynsmeistarar, eins og Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari, Jón L. Árnason, fyrrverandi heimsmeistari sveina, og Hannes Hlífar Stefánsson, sem oftast allra hefur orðið Íslandsmeistari í skák, verða meðal þátttakenda á mótinu, að sögn Hrafns. „Síðan koma skákmenn úr öllum áttum. Þetta er vel skipað minningarmót og ég hlakka mikið til.“ Hrafn segir alla í sveitinni koma að undirbúningnum, nefnir kvenfélagið, grunnskólann og vinnuskólann en það sé Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður Reykhólavefsins, sem hafi átt frumkvæðið. „Ég hef bara verið verkfæri í höndum hans við að láta þetta gerast.“Birna var á forsíðu tímaritsins Skákar 1991.Hrafn kveðst hafa kynnt sér ævi Birnu og feril og orðið sífellt hrifnari. „Birna var hrífandi og drífandi manneskja, bóndakona og handavinnukona sem bjó í Bakkakoti, í grennd við Rauðhóla ofan við Reykjavík. Hún tefldi á skákmóti árið 1940, 21 árs, en þá hafði kona ekki sést á skákmóti á Íslandi áður. Svo tefldi hún ekki á móti fyrr en vakning varð í kvennaskák á Íslandi um miðjan 8. áratuginn, og loks var byrjað að brjóta niður þann karlamúr sem hefur umlukið skákina alltof mikið. Birna safnaði upp á eigin spýtur farareyri fyrir kvennasveitina alla leið til Argentínu árið 1978 því það var sett sem skilyrði fyrir þátttöku að konurnar söfnuðu fyrir ferðinni sjálfar. Hún dvaldi á Reykhólum síðasta áratug ævinnar, Þar bjó hún til Birnulund, hlóð skjólvegg, smíðaði bekki og gróðursetti plöntur. Nú verður sá lundur endurbættur og steinstétt í honum gerð að taflborði. Dóttir Birnu, Indíana Ólafsdóttir, býr á Reykhólum og hefur haldið uppi merki móður sinnar með því að kenna krökkum í skólanum skák.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Þetta er bæði skákmót og fagnaðarfundur til að heiðra minningu Birnu Norðdahl, sem var brautryðjandi í þátttöku kvenna í skák,“ segir Hrafn Jökulsson um viðburð á Reykhólum sem hefst klukkan 14 í dag. Skákmótið er haldið í íþróttahúsinu, viðbyggingu við skólann, og Hrafn segir það glæsilegan mótsstað. „Við eigum von á mörgum gestum og heimamönnum, enda allir velkomnir, hvort sem þeir tefla eða ekki. Þetta verður ábyggilega í fyrsta skipti í skáksögunni sem verðlaun í kvennaflokki verða hærri en karla. Það hefur hingað til verið á hinn veginn.“ Hrafn segir kvennalandsliðið mæta í heild sinni, ein úr hópnum, Guðlaug Þorsteinsdóttir, hafi verið þar samtímis Birnu. „Önnur skákdrottning sem var í landsliðinu með Birnu, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, er hér líka. Þær tvær voru í brautryðjendahópnum sem Birna setti á laggirnar og sá til þess að Íslendingar sendu kvennasveit á Ólympíumót í fyrsta skipti 1978, þær tvær tefldu á slíkum mótum 1978 og 80. Svo eru stúlkur í liðinu núna sem voru ekki fæddar þegar ævintýrið í íslenskri kvennaskák byrjaði.“ Valinkunnir karlkynsmeistarar, eins og Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari, Jón L. Árnason, fyrrverandi heimsmeistari sveina, og Hannes Hlífar Stefánsson, sem oftast allra hefur orðið Íslandsmeistari í skák, verða meðal þátttakenda á mótinu, að sögn Hrafns. „Síðan koma skákmenn úr öllum áttum. Þetta er vel skipað minningarmót og ég hlakka mikið til.“ Hrafn segir alla í sveitinni koma að undirbúningnum, nefnir kvenfélagið, grunnskólann og vinnuskólann en það sé Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður Reykhólavefsins, sem hafi átt frumkvæðið. „Ég hef bara verið verkfæri í höndum hans við að láta þetta gerast.“Birna var á forsíðu tímaritsins Skákar 1991.Hrafn kveðst hafa kynnt sér ævi Birnu og feril og orðið sífellt hrifnari. „Birna var hrífandi og drífandi manneskja, bóndakona og handavinnukona sem bjó í Bakkakoti, í grennd við Rauðhóla ofan við Reykjavík. Hún tefldi á skákmóti árið 1940, 21 árs, en þá hafði kona ekki sést á skákmóti á Íslandi áður. Svo tefldi hún ekki á móti fyrr en vakning varð í kvennaskák á Íslandi um miðjan 8. áratuginn, og loks var byrjað að brjóta niður þann karlamúr sem hefur umlukið skákina alltof mikið. Birna safnaði upp á eigin spýtur farareyri fyrir kvennasveitina alla leið til Argentínu árið 1978 því það var sett sem skilyrði fyrir þátttöku að konurnar söfnuðu fyrir ferðinni sjálfar. Hún dvaldi á Reykhólum síðasta áratug ævinnar, Þar bjó hún til Birnulund, hlóð skjólvegg, smíðaði bekki og gróðursetti plöntur. Nú verður sá lundur endurbættur og steinstétt í honum gerð að taflborði. Dóttir Birnu, Indíana Ólafsdóttir, býr á Reykhólum og hefur haldið uppi merki móður sinnar með því að kenna krökkum í skólanum skák.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira