Þeir sem spila leikinn munu þó ekki hafa aðgang að öllum möguleikum hans. Persónur þeirra spilara hafa ekki aðgang að sömu hæfileikum og sömu skipum og notendur sem greiða fyrir EVE.
Breytingarnar munu taka gildi í nóvember.
Allir spilarar leiksins spila í sama heimi, New Eden, og því hefur hver leikmaður áhrif á alla aðra.
Í dagbók framleiðenda EVE , þar sem hægt er að lesa frekari upplýsingar um breytingarnar, segir að við ákvörðunin hefi verið tekin með hliðsjón af þeirri staðreynd að flóð af nýjum spilurum með fullan aðgang gæti hæglega haft slæmar afleiðingar. Allt frá því að vefþjónar gætu hrunið eða efnahagur söguheims EVE gæti lent í kröggum.