Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2016 10:10 Bieber er óútreiknanlegur og er erfitt fyrir skipuleggjendur dvalar hans hér á Íslandi að sjá fyrir óskir hans. En, þeim ber að mæta þegar ofurstjörnur á borð við poppstjörnuna Bieber eru annars vegar. visir/vilhelm Gert hafði verið ráð fyrir því að poppstjarnan Justin Bieber og fylgdarlið myndi mæta til veislu í nótt, í náttverð sem fram hafði verið reiddur, að loknum tónleikum í gær þar sem hluti fylgdarliðs hans dvelur, að Hótel Grímsborgum. Þar hafði verið, samkvæmt óskum Biebers, verið eldaður dýrindis humar og svo nautalundir í aðalrétt. En, þegar til kastanna kom mætti stjarnan ekki, heldur einungis tæplega 20 manns sem tilheyra liði hans. Ef að líkum lætur hefur veislukosturinn ekki freistað hans um of en í einkaviðtali Fréttablaðsins við stjörnuna kemur fram að hans uppáhalds matur er Spaghetti Bolognese. Fram hefur komið að Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í fyrrakvöld sem varð til þess að nokkrir ungir listdansarar á skautum misstu æfingatíma sinn. Samkvæmt heimildum Vísis voru umræddir dansarar ekkert að æsa sig yfir því að gefa eftir tíma sinn fyrir Bieber. Þegar til kastanna kom mætti Bieber hins vegar ekki.Óútreiknanlegur í Grímsnesinu Justin Bieber sjálfur og hans nánustu aðstandendur dvelja í öðru húsi í grennd við Hótel Grímsborgir og ef að líkum lætur eru ljósmyndarar sem leggja uppúr því að ná myndum af ofurstjörnum á því svæði með aðdráttarlinsur sínar. Samkvæmt heimildum Vísis eru þeir sem skipuleggja dvöl Biebers farnir að reita hár sitt og skegg því stjarnan er óútreiknanleg og hefur reynst erfitt að skipuleggja gæslu og annað sem nauðsynlegt er talið að sé til staðar þegar ein helsta poppstjarna heims er annars vegar.Langar á bretti á jökli Þannig var Bieber að velta því fyrir sér í gær að fara upp á jökul í dag, en eins og þeir vita sem fylgdust með komu hans með einkaþotu til landsins, hafði hann snjóbretti með í farteskinu. En, Bieber vildi hins vegar vita fyrir víst að jökullinn væri öruggur og voru því tveir menn ræstir út í nótt og sendir þar upp eftir til að huga að aðstæðum. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem haldnir voru í Kórnum í gærkvöldi, um 20 þúsund manns, mest ungmenni, sáu glæsilegt sjónarspil og er óhætt að segja að Bieber-brjálæði ríki nú á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir vegna tónleikana sem verða í kvöld og þeir allra hörðustu ætla að mæta á báða tónleikana. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Gert hafði verið ráð fyrir því að poppstjarnan Justin Bieber og fylgdarlið myndi mæta til veislu í nótt, í náttverð sem fram hafði verið reiddur, að loknum tónleikum í gær þar sem hluti fylgdarliðs hans dvelur, að Hótel Grímsborgum. Þar hafði verið, samkvæmt óskum Biebers, verið eldaður dýrindis humar og svo nautalundir í aðalrétt. En, þegar til kastanna kom mætti stjarnan ekki, heldur einungis tæplega 20 manns sem tilheyra liði hans. Ef að líkum lætur hefur veislukosturinn ekki freistað hans um of en í einkaviðtali Fréttablaðsins við stjörnuna kemur fram að hans uppáhalds matur er Spaghetti Bolognese. Fram hefur komið að Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í fyrrakvöld sem varð til þess að nokkrir ungir listdansarar á skautum misstu æfingatíma sinn. Samkvæmt heimildum Vísis voru umræddir dansarar ekkert að æsa sig yfir því að gefa eftir tíma sinn fyrir Bieber. Þegar til kastanna kom mætti Bieber hins vegar ekki.Óútreiknanlegur í Grímsnesinu Justin Bieber sjálfur og hans nánustu aðstandendur dvelja í öðru húsi í grennd við Hótel Grímsborgir og ef að líkum lætur eru ljósmyndarar sem leggja uppúr því að ná myndum af ofurstjörnum á því svæði með aðdráttarlinsur sínar. Samkvæmt heimildum Vísis eru þeir sem skipuleggja dvöl Biebers farnir að reita hár sitt og skegg því stjarnan er óútreiknanleg og hefur reynst erfitt að skipuleggja gæslu og annað sem nauðsynlegt er talið að sé til staðar þegar ein helsta poppstjarna heims er annars vegar.Langar á bretti á jökli Þannig var Bieber að velta því fyrir sér í gær að fara upp á jökul í dag, en eins og þeir vita sem fylgdust með komu hans með einkaþotu til landsins, hafði hann snjóbretti með í farteskinu. En, Bieber vildi hins vegar vita fyrir víst að jökullinn væri öruggur og voru því tveir menn ræstir út í nótt og sendir þar upp eftir til að huga að aðstæðum. Gríðarleg stemmning var á tónleikunum sem haldnir voru í Kórnum í gærkvöldi, um 20 þúsund manns, mest ungmenni, sáu glæsilegt sjónarspil og er óhætt að segja að Bieber-brjálæði ríki nú á Íslandi. Mikil eftirvænting ríkir vegna tónleikana sem verða í kvöld og þeir allra hörðustu ætla að mæta á báða tónleikana.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Einlægur Bieber slítur barnsskónum Það var þaulvanur flytjandi sem steig á svið í Kórnum í Kópavogi á slaginu hálf níu í gærkvöldi. 9. september 2016 09:45
Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15