„What's up, Reykjavik,“ sagði Bieber þegar hann hóf tónleikana á slaginu 20.30 líkt og dagskráin sagði til um með laginu Mark My Words.
Sjá einnig:Bros á hverju andliti í Kórnum
Stemmningin er ótrúleg í Kórnum og sjónarspilið mikið líkt og meðfylgjandi myndband sýnir glögglega en á annað tug þúsunda manns er á tónleikunum.
Hefur Bieber í nógu að snúast á tónleikunum og hefur meðal annars skipt tvisvar um föt og fór meðal annars í bil með mynd af byltingarleiðtoganum Che Gueavera. Þegar Bieber hlóð í lag sitt Boyfriend þakkaði hann áhorfendum kærlega fyrir komuna og spurði hvort að þeir væru ekki örugglega búnir að versla varning og fleira slíkt en brot úr laginu má heyra hér fyrir neðan.