Poppstjarnan Justin Bieber mætti til landsins á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Bieber ferðaðist hingað til lands með einkaþotu. Hann fór svo beint úr þotunni yfir í þyrlu sem flutti hann á brott af flugvellinum.
Samkvæmt heimildum Vísis lá leið Bieber þaðan í Bláa lónið. Hann hefur eflaust gott af góðri hvíld eftir langt flug, en almennt flug frá Los Angeles til Íslands tekur um átta og hálfa klukkustund.
Þegar Bieber lenti hér á landi var klukkan um fimm að nóttu í Los Angeles, og ljóst að poppprinsinn þarf að ná áttum fljótt ef hann á að vera í sínu besta formi annað kvöld þegar aðdáendur hópast í Kórinn til að sjá hann koma fram.
Samkvæmt heimildum Vísis mun Bieber dvelja hér á landi í einhvern tíma og mun hann gista í einbýlishúsi utan Reykjavíkur á meðan dvöl hans stendur.
Bieber í Bláa lóninu

Tengdar fréttir

Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber
Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber.

Justin Bieber kominn til Íslands
Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er lentur en hann kom til landsins snemma í morgun.

Justin Bieber yfirgaf Reykjavíkurflugvöll í þyrlu
Skíði og hjólabretti voru með í för.

Gleðitár og geðshræring þegar poppprinsinn mætti - Myndir
Það hefur varla farið fram hjá mörgum að poppstjarnan Justin Bieber er mættur til Íslands en hann mun halda tvenna tónleika hér á morgun og föstudag í Kórnum í Kópavogi.

Stormasamur ferill Justin Bieber: Ungstirnið sem villtist af leið en fann tilganginn að lokum
Ferill skærustu stjörnu heims hefur verið ansi viðburðarríkur.