Bandaríkjamenn óku 2,5 billjón km á fyrri helmingi ársins Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 12:00 Þung bílaumferð í Bandaríkjunum. Í bílalandinu Bandaríkjunum er mikið ekið og vegalengdir langar milli staða. Aldrei hafa Bandaríkjamenn þó ekið meira en í ár og var nýtt met slegið á fyrri helmingi þess og aukningin 3,3% frá því í fyrra. Samtals óku Bandaríkjamenn 2,5 billjón kílómetra á fyrstu 6 mánuðum ársins, en það samsvarar 500 ferðum til plánetunnar Plútó. Ferðagleði Bandaríkjamanna nú skýrist að einhverju leiti á lágu eldsneytisverði, en meðalverðið á bensíni í landinu er nú 2,2 dollarar á gallonið, en það samsvarar 67,5 krónum á hvern lítra. Það er um þriðjungur bensínsverðs hér á landi. Bensínverð er 15% lægra í Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Annað sem bent er á sem skýringu á auknum akstri er hækkandi flugfargjöld í landinu og fyrir vikið velja fleiri og fleiri að fara akandi. Akstur bíla náði ákveðinni lægð í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 en hefur verið stigvaxandi síðan. Skráðir bílar í Bandaríkjunum eru nú 260 milljónir og því var hverjum þeirra ekið 9.777 km á fyrri helmingi ársins og það samsvarar um 19.500 km akstri á ári. Það er nokkuð mikill akstur á hvern bíl, en algengur meðalakstur hér á landi er 15.000 km á ári. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent
Í bílalandinu Bandaríkjunum er mikið ekið og vegalengdir langar milli staða. Aldrei hafa Bandaríkjamenn þó ekið meira en í ár og var nýtt met slegið á fyrri helmingi þess og aukningin 3,3% frá því í fyrra. Samtals óku Bandaríkjamenn 2,5 billjón kílómetra á fyrstu 6 mánuðum ársins, en það samsvarar 500 ferðum til plánetunnar Plútó. Ferðagleði Bandaríkjamanna nú skýrist að einhverju leiti á lágu eldsneytisverði, en meðalverðið á bensíni í landinu er nú 2,2 dollarar á gallonið, en það samsvarar 67,5 krónum á hvern lítra. Það er um þriðjungur bensínsverðs hér á landi. Bensínverð er 15% lægra í Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Annað sem bent er á sem skýringu á auknum akstri er hækkandi flugfargjöld í landinu og fyrir vikið velja fleiri og fleiri að fara akandi. Akstur bíla náði ákveðinni lægð í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 en hefur verið stigvaxandi síðan. Skráðir bílar í Bandaríkjunum eru nú 260 milljónir og því var hverjum þeirra ekið 9.777 km á fyrri helmingi ársins og það samsvarar um 19.500 km akstri á ári. Það er nokkuð mikill akstur á hvern bíl, en algengur meðalakstur hér á landi er 15.000 km á ári.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent